Serena Williams tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik einliðaleiks kvenna í tennis á Ólympíuleikunum eftir þægilegan sigur á Victoriu Azarenku 6-1 og 6-1.
Williams hafði lítið fyrir sigrinum gegn Hvít-Rússanum á grasvöllum Wimbledon en leikurinn tók aðeins rétt rúma klukkustund.
Williams mætir hinni rússnesku Mariu Sharapovu í úrslitum. Sharapova lagði löndu sína Mariu Kirilenko í hinni undanúrslitaviðureigninni fyrr í dag.
Ljóst er að úrslitaleikurinn verður sögulegur því hvorug hefur unnið til gullverðlauna í einliðaleik á Ólympíuleikum.
