Viðskipti erlent

Nýjasta mynd Cruise tekin í Bretlandi

JHH skrifar
Nýr vísindatryllir með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum verður tekin upp í Bretlandi. Um 500 störf verða til við gerð myndarinnar. Það var George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem greindi frá þessu í gær. Myndin mun heita All You Need is Kill. Myndin verður tekin upp í kvikmyndaveri Warner Bros í Leavesden nærri Watford í Bretlandi. Um er að ræða sama kvikmyndaver og Harry Potter myndirnar voru teknar upp, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph.

George Osborne tók fram að þau störf sem yrðu til við gerð myndarinnar væru einkum við gerð á tæknibrellum. Hann sagði jafnframt að ákvörðunin um að taka myndina upp í Bretlandi sýndi fram á hvernig skattastefnan væri að skapa rétta umhverfið fyrir fjárfestingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×