Viðskipti erlent

Hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Asíu

Magnús Halldórsson skrifar
Mario Draghi.
Mario Draghi.
Grænar tölur hækkunar einkenndu markaði í Asíu og Evrópu í morgun. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan um 2 prósent og Asia Dow vísitalan um 1,99 prósent. Í Evrópu var svipað upp á teningnum þó tölurnar hafi verið aðeins lægri þar. DAX vísitalan þýska hækkaði um 0,54 prósent, FTSE MIB hækkaði um 0,68 prósent og CAC 40 um 0,32 prósent.

Helsta skýringin á hækkunum í morgun eru yfirlýsingar frá Mario Draghi, seðlabankastjóra Evrópu, frá því á föstudag, um að bankinn muni gera allt til þess að verja evruna og efla hagvöxt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×