Sport

Ekkert mál fyrir Usain Bolt | Myndasyrpa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Usain Bolt fangaði athygli heimsbyggðarinnar þegar hann kom langfyrstur í mark í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum á sunnudagskvöldið.

Hlaupið var hápunktur kvöldsins og eflaust að margra mati hápunktur hverra Ólympíuleika. Fleiri létu þó ljós sitt skína á sunnudagskvöldið og þeirra á meðal var Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius sem keppti í undanúrslitum 400 metra hlaupsins.

Pistorius, sem keppir á koltrefjafótum frá Össuri hf., komst ekki í úrslit en var þó í miklu uppáhaldi áhorfenda á ólympíuleikvanginum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á hliðarlínunni og fylgdist með Bolt, Pistorius og félögum þeirra.

Bolt fagnar eins og honum einum er lagið.Mynd/Valli

Tengdar fréttir

Bolt: Ég er nær því að verða goðsögn

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt segist vera einu skrefi nær því að geta verið kallaður goðsögn eftir að hann varði Ólympíutitil sinn á stórkostlegan máta í 100 metra hlaupi í gærkvöldi. Bolt setti nýtt Ólympíumet í greininni en hann átti einnig gamla metið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×