Hásinin fór á versta tíma | Síðasti koss Liu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2012 16:15 Liu Xiang kyssir grindina í gær. Nordicphotos/Getty Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Kínverjinn Liu Xiang meiddist á hásin við upphaf undanrásanna í 110 metra grindahlaupi í gær. Ólánið virðist elta ólympíumeistarann fyrrverandi sem náði heldur ekki að ljúka keppni í Peking árið 2008. Liu skaust upp á stjörnuhimininn á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Þá kom hann öllum á óvart með því að vinna til gullverðlauna sem voru um leið fyrstu gullverðlaun Kínverja í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Allra augu beindust skiljanlega að kappanum á leikunum fjórum árum síðar í Peking. Tækist heimamanninum að verja gullverðlaun sín. Að loknu þjófstarti annars keppanda í úrslitahlaupinu gerðu aðrir keppendur sig klára til að ræsa að nýju. Allir nema Liu sem gekk af velli, meiddur. Þjálfari hans svaraði spurningum blaðamanna að keppninni lokinni með tárin í augunum. „Við höfum lagt hart að okkur hvern einasta dag en útkoman er sú sem þið urðuð vitni að og það er erfitt að sætta sig við það," sagði Sun Haiping þjálfari hans. Í ljós kom að Liu átti við þrálát meiðsli að stríða á hásin og þurfti að fara í uppskurð. Eftir þrettán mánaða endurhæfingu hóf Liu aftur keppni. Umræða um hásin hans var þó aldrei fjarri en sigur á Asíuleikunum 2010 benti til þess að hann væri að ná sér á strik á nýjan leik. Sigur á Demantamóti í maí 2011 fylgdi og loks silfurverðlaun á HM í Daegu. Margir reiknuðu því með miklu af Liu í London en það kom aldrei til þess að hann hlypi. Strax í ræsingunni sleit Liu hásin sína og hljóp niður fyrstu grindina. Hann hoppaði þó metrana 110 á einum fæti, framhjá grindunum, áður en hann smellti kossi á síðustu grindina. Því næst hjálpuðu aðrir keppendur honum af vellinum þar sem hann var færður í hjólastól og ekið burt. „Síðasti kossinn," skrifaði kínverskt dagblað og velti fyrir sér hvort ferli Kínverjans 29 ára væri lokið. Liu hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína og fyrir að sína hinn sanna ólympíuanda. Aðrir hafa hins vegar velt fyrir sér þeirri spurningu hvort hann hafi í raun nokkurn tímann verið nógu heill til þess að keppa. Liu þurfti að hætta við keppni á Demantamótinu í London um miðjan júlí vegna meiðsla. Erlendir fjölmiðlar segja Liu hafa verið vafinn um hægri hælinn fyrir hlaupið í gær. Spurningin vaknar hvort Kínverjar setji of mikla pressu á íþróttamenn sína. Svar við þeirri spurningu fæst ekki hér en þó skal minnt á það að íþróttamenn fleiri þjóða hafa keppt á Ólympíuleikum þrátt fyrir að eiga við meiðsli að stríða. Skemmst er að minnast badmintonkonunnar Rögnu Ingólfsdóttur á leikunum fyrir fjórum árum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti