Viðskipti erlent

Standard Chartered bankinn réttir úr kútnum

Magnús Halldórsson skrifar
Gengi hlutabréfa í Standard Chartered bankanum hefur hækkað um tæplega 6,5 prósent í morgun en síðustu tvo daga hefur gengi bréfa bankans hrunið, eftir að Fjármálaeftirlitið í New York tilkynnti um opinbera rannsókn á bankanum vegna gruns um stórfelld peningaþvætti fyrir Íransstjórn. Bankinn hefur hafnað öllum ásökunum um lögbrot og sagt þær „víðsfjarri raunveruleikanum".

Líklegt er þó talið að starfsleyfi bankans í New York verði endurkallað þar sem ólögleg viðskipti við erkióvin Bandaríkjanna, Íransstjórn, eru afar illa séð, svo vægt sé til orða tekið.

Hrun á gengi bréfa bankans síðustu daga hefur þýtt minnkun á markaðsvirði bankans um 17 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.000 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×