Viðskipti erlent

Berlín gæti skuldað smábæ þúsundir milljarða evra

Nær fimmhundruð ára gamalt skuldabréf er komið í leitirnar en samkvæmt því skuldar Berlínarborg þýska þorpinu Mittenwalde 122 milljónir evra eða um 18 milljarða króna.

Mittenwalde gaf skuldabréfið út árið 1562 en nafnverð þess var 400 gyllini. Í dag er upphæðin komin í 11.200 gyllini eða fyrrgreinda upphæð að núvirði. Hinsvegar var bréfið með 6% föstum árlegum vöxtum og ef vaxtavöxtum er bætt við upphæðina nemur hún nokkrum þúsundum milljarða evra.

Fjármálastjóri Berlínar á í samningum við bæjaryfirvöld í Mittenwald um upphæðina en í millitíðinni hefur hann gefið bænum gyllinimynt úr gulli frá árinu 1539.

Á þeim tíma sem bréfið var gefið út var Mittenwalde mikilvæg miðstöð viðskipta og verlsunar í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×