Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst Magnús Halldórsson skrifar 31. júlí 2012 18:30 Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi. Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun. Farsímanotkun hefur tekið miklum breytingum á undanförnum þremur árum, samhliða gríðarlega hraðrar innreiðar svonefndra snjallsíma, sem bjóða upp á mun meiri möguleika á gagnaniðurhali og almennri netnotkun en aðrir farsímar. Samkvæmt opinberum gögnum Póst- og fjarskiptastofnunar þá hefur gagnaniðurhalið farið úr tæplega átján þúsund og sjö hundruð gígabætum árið 2009 í ríflega 90 þúsund og sjö hundruð árið 2011. Vöxturinn hefur verið mikill hjá öllum símafélögunum en samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa fékk frá þeim í dag er niðurhalið sífellt að aukast. Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, segir að niðurhal viðskiptavina á Norðurlöndunum í snjallsímum sé umtalsvert meira en hér á landi, eða allt að því þrefalt meira. Undirliggjandi þáttur í þessari miklu breytingu á farsímanotkun, bæði hér á landi og erlendis, er gríðarlega hröð sala á snjallsímum. Sem dæmi má nefna þá seldi hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple 72 milljónir iPhone síma á 196 dögum, á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og fyrsti fjórðungi þessa árs. Það jafngildir um 370 þúsund iPhone snjallsímum á hverjum einasta degi.
Tækni Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira