Guðmundur Sverrisson, ÍR, hafnaði í 3. sæti á Norðurlandamóti 22 ára og yngri en hann kastaði 74,09 metra og bætti sig um tvo metra.
Kastið er það fjórða besta í Íslandssögunni og frábær árangur hjá Guðmundi. Núverandi þjálfari Guðmundar, Einar Vilhjálmsson, er einn af þeim sem hefur kastað lengra.
Greinilega mikið efni á ferðinni og líklegt að Guðmundur eigi síðar eftir að kasta enn lengra.

