Viðskipti erlent

Hagnaður Apple nam um 1.100 milljörðum

Apple skilaði 8,8 milljarða dollara, eða um 1.100 milljarða króna, hagnaði á þriðja ársfjórðungi uppgjörsárs síns.

Salan hjá Apple olli þó vonbrigðum meðal fjárfesta en hún nam 35 milljörðum dollara. Fjárfestar höfðu vænst sölu upp á yfir 37 milljarða dollara. Sökum þessa féllu hlutbréf í Apple um 5% á Wall Street í gærkvöldi.

Árangur Apple var mun betri á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrra. Salan jókst um 23% og hagnaðurinn um 20% milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×