Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast 26. júlí 2012 11:50 Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. mynd/AFP Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda." Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum. Heildartekjur samskiptamiðla á síðasta ári námu 11.8 milljörðum dollara eða um 1.468 milljörðum króna. Samanlagðar tekjur þessara félaga aukast því um 43 prósent milli ára samkvæmt Gartner. Flóra samskiptamiðla er afar fjölbreytt og þúsundir slíkra vefsíðna má finna á veraldarvefnum. Samt sem áður eru nokkrar síður sem tróna yfir öðrum. Notendafjöldi miðla eins og Facebook, Twitter og Spotify hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár — nú er talið að rúmlega milljarður manna notist við samskiptamiðla á degi hverjum. Í þessum efnum er Fésbókin fremst meðal jafningja en rúmlega 900 milljón manns nota síðuna að staðaldri. En þrátt fyrir þessar vinsældir hafa samskiptamiðlar átt í miklum erfiðleikum með að virkja tekjulindir sínar. Eins og áður segir eru auglýsingar uppistaðan í tekjuöflun þessara fyrirtækja, það skýtur því skökku við þegar litið er á viðskiptaáætlanir miðla eins og Facebook og Twitter sem hafa hingað til ekki auglýst í smáforritum sínum. Þannig birtast auglýsingar aðeins þegar tengst er síðunum í gegnum tölvu.Frá höfuðstöðvum Twitter í San Francisco.mynd/AFPNeha Gupta, greinandi hjá Gartner, telur að samskiptamiðlarnir hafi nú slitið barnsskónum og að á næstum árum muni viðskiptamódel þeirra taka stakkaskiptum. Þannig mun hægjast á notendaaukningu og um leið munu stjórnendur þessara miðla geta einbeitt sér að verkfræðilegum vandamálum sem fylgja því að smíða auglýsingar sem eru sérsniðnar að notendum — rétt eins og Facebook einblínir nú á. „Tekjumöguleikarnir eru fjölbreyttir en við munum þó ekki sjá þessa möguleika nýtta fyrr en í fyrsta lagi árið 2016," segir Gupta. „Vinsældir samskiptamiðla hafa fyrst og fremst áhrif á auglýsendur. Krafan á þessa miðla er sú að sérsníða þjónustu sína að auglýsingageiranum, sama hvort að sú þjónusta tekur til vörusölu eða rannsókna á atferli og viðskiptaháttum neytenda."
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira