Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna áfram á neikvæðum horfum

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem Aaa en einkunnin er áfram á neikvæðum horfum.

Fitch segir að efnahagur Bandaríkjanna fari hægt batnandi og að það ferli muni ná upp dampi á árunum 2013 og 2014. Eftir það gerir Fitch ráð fyrir að árlegur hagvöxtur landsins nemi um 2,5%.

Lánshæfiseinkunnin er sú hæsta hjá Fitch en hún var sett á neikvæðar horfur í nóvember í fyrra þegar bandarískir stjórnmálamenn gáfust upop við að finna lausnir á hinum mikla fjárlagahalla landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×