Viðskipti erlent

Flestir innflytjendur streyma til Noregs

Noregur er það land innan OECD þar sem flestir innflytjendur komu til á árunum 2009 og 2010 mælt sem hlutfall af íbúum landsins.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá OECD. Stór hluti af þessum innflytjendum kom frá löndum eins og Póllandi, Litháen og Lettlandi en einnig kom töluverður straumur af Íslendingum til Noregs á þessum árum eins og kunnugt er af fréttum hérlendis.

Ein af höfuðorsökum vinsælda Noregs í augum innflytjenda eru há laun. Sem dæmi má nefna að meðallaun í Noregi eru 30% hærri en í Svíþjóð og um 50% hærri en meðallaun innan Evrópusambandslandanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×