Viðskipti erlent

Spánverjar hækka virðisaukaskatt

Forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy tilkynntu í morgun um þriggja prósenta hækkun á virðisaukaskatti í landinu. Aðgerðin er hluti af aðhaldsaðgerðum Spánverja sem ætla sér að skera niður fjárlög landsins um 65 milljarða evra. Þá á söluskattur að hækka auk þess sem sveitarstjórnum verður gert að skera niður um þrjá og hálfan milljarð evra. Aðgerðirnar eru hluti af samkomulagi sem Spánverjar gerðu við ríkin á evrusvæðinu um 30 milljarða evra lán til spænskra banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×