Viðskipti erlent

Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda

Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021.

Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um matvælaframleiðsluna í sjávarútvegi kemur fram að verð á fiski muni fara hækkandi á næsta áratug en jafnframt að framleiðsla á sjávarafurðum muni aukast.

Aukningin verður þó nær eingöngu byggð á eldisfiski. Veiðar munu standa í stað eða jafnvel dragast saman enda eru margir nytjastofnar heimsins við þolmörkin, eða yfir þeim, hvað varðar sóknina í þá.

Fiskur stendur undir sívaxandi hlutfalli af próteinþörf mannkynsins. Raunar fær heimurinn í dag meira af próteini úr fiski en hvort sem er úr kjúklinga-, nauta-, eða svínakjöti.

Í skýrslunni segir að framleiðsla á sjávarafurðum muni vaxa um 15% á heimsvísu fram til ársins 2021. Þar af muni framleiðsla á eldisfiski vaxa um 33% á sama tíma. Það þýðir að árið 2018 og þar eftir muni yfir helmingur af fiskneyslu í heiminum koma úr eldisfiski.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×