Viðskipti erlent

Gengi Groupon nær nýjum lægðum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Starfsemi Groupon hverfist um sölu á tilboðum af ýmsum toga.
Starfsemi Groupon hverfist um sölu á tilboðum af ýmsum toga. mynd/AFP
Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara.

Groupon var skráð á markað í nóvember síðastliðnum og voru miklar vonir bundnar við félagið. Þá var verðmat félagsins í kringum 2.800 milljónir króna.

Síðan þá hafa vinsældir síðunnar dalað verulega og hefur umferð um síðuna dregist saman um 15 prósent síðan í júní. Þá voru heimsóknir á síðuna 12.2 milljón talsins. Á sama tíma í fyrra heimsóttu 14.5 milljónir síðuna.

Fjárfestar eru þó vongóðir og eru áætlað að tekjur félagsins nemi um 576 milljónum dollara í ár eða það sem nemur um 75 milljörðum króna.

Starfsemi Groupon hverfist um sölu á tilboðum af ýmsum toga. Þannig virkar fyrirtækið sem milliliður milli seljanda og neytanda.

Hægt er að sjá umfjöllun 60 Minutes um Groupon hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×