Viðskipti erlent

Peugeot Citroen sker niður 8.000 störf

Allt að 8 þúsund starfsmenn verður sagt upp.
Allt að 8 þúsund starfsmenn verður sagt upp. mynd/AFP
Franski bílaframleiðandinn Peugeot Citroen hefur boðað mikinn niðurskurð á næstu mánuðum og árum.

Allt að 8 þúsund starfsmenn verður sagt upp en fyrirtækið mun einnig leggja niður nokkrar framleiðslulínur sínar í Frakklandi.

Peugeot Citroen hefur verið rekið með miklu tapi síðustu misseri. Stjórnarformaður fyrirtækisins, Phillipe Varin, sagði í dag að staða fyrirtækisins væri afar slæm.

Aðgerðirnar hafa valdið miklum taugatitring í Frakklandi. Félagsmála ráðherra Frakklands hefur fordæmt aðgerðirnar en það hafa verkalýðsleiðtogar í landinu einnig gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×