Viðskipti erlent

Forseti Kýpur í pókerspili þar sem mikið er lagt undir

Forseti Kýpur hefur att Evrópusambandinu og Rússlandi gengt hvort öðru í pókerspili þar sem mikið er lagt undir.

Forsetinn sem hér um ræðir, Demetris Christofias, er eini kommúnistinn sem er þjóðarleiðtogi í Evrópu. Jafnframt er hann menntaður í Sovétríkjunum sálugu. Á sama tíma og hann hefur leitað eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er hann einnig á höttunum eftir stóru láni frá Rússum.

Þetta staðfesti Demetris á fundi með blaðamönnum í Nicosiu höfuðborg Kýpur í gærdag en fulltrúar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru í Nicosiu til að leggja mat á fjárþörf Kýpur. Talið er að þörfin nemi um 10 milljörðum evra eða sem svarar til 60% af landsframleiðslu landsins.

Demetris telur að láni frá Rússum fylgi ekki jafnströng skilyrði og reikna má með að Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni krefjast.

Rússar hafa raunar þegar lánað Kýpur 2,5 milljarð evra á afar góðum kjörum og því láni fylgdu engin skilyrði. Demetris segir að Rússar séu nánir vinir Kýpverja og hafi áhuga á að koma þjóð sinni til aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×