Fótbolti

Byrjunarlið Íslands klárt | Þórunn Helga inn fyrir Gunnhildi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fanndís er á kantinum hja Íslandi í dag.
Fanndís er á kantinum hja Íslandi í dag. Mynd / Daníel
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra klukkan 15. Ein breyting er á liðinu sem lagði Ungverjaland 3-0 síðastliðinn laugardag.

Þórunn Helga Jónsdóttir, leikmaður Avaldsnes, stendur vaktina í vinstri bakverðinum í stað Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur úr Stjörnunni.

Ísland stillir upp 4-4-2 líkt og gegn Ungverjalandi. Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir

Miðvörður: Katrín Jónsdóttir (fyrirliði)

Miðvörður: Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Miðja: Edda Garðarsdóttir

Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir

Vinstri kantur: Dóra María Lárusdóttir

Framherji: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir

Fylgst verður með gangi mála í Lovech í Búlgaríu í textalýsingu hér á Vísi. Leikurinn hefst klukkan 15.


Tengdar fréttir

Reese Witherspoon kemur stelpunum okkar í gírinn

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu æfði í dag á keppnisvellinum í Lovech en liðið mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins klukkan 15 að íslenskum tíma á morgun.

Sömu átján í hópnum gegn Búlgaríu

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hélt í morgun til Búlgaríu þar sem liðið mætir heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á fimmtudaginn.

Stefnir allt í úrslitaleik Íslands og Noregs um efsta sætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í efsta sæti 3. riðils í undankeppni Evrópumótsins eftir 3-0 sigur gegn Ungverjum í gær. Ísland er með 16 stig að loknum 7 leikjum en Norðmenn eru með 15 stig eftir 11-0 stórsigur í gær gegn liði Búlgaríu sem er í neðsta sæti án stiga eftir 8 leiki. Efsta liðið kemst beint í úrslitakeppnina sem fram fer í Svíþjóð sumarið 2013.

Þóra Helga með bólgna tá eftir klaufalegt atvik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins ytra í dag klukkan 15 að íslenskum tíma. Byrjunarliðið verður tilkynnt einum og hálfum tíma fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×