Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.
Sá stórkostlegi leikmaður, LeBron James, vann því loksins sinn fyrsta titil. Hann hefur á stundum klikkað á örlagastundu en því var ekki að heilsa í nótt. James var með þrefalda tvennu - 26 stig, 13 stoðsendinga og 11 fráköst - og James var verðskuldað valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna.
Chris Bosh skoraði 24 stig, Dwyane Wade 20 og Mike Miller 23. Miller skoraði sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta er annar titillinn í sögu Miami en sá fyrri kom leiktíðina 2005-06.
Heat hafði nánast allan tímann í nótt góð tök á leiknum. Liðið afgreiddi leikinn algjörlega í þriðja leikhluta þar sem það náði 26 stiga forskoti.
Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma með 32 stig og Russell Westbrook var með 20. Westbrook hitti þó aðeins úr 4 af 20 skotum sínum.
Körfubolti