Körfubolti

Miami NBA-meistari | James valinn verðmætastur

Loksins, loksins. James er búinn að létta mikilli pressu af sér með fyrsta titlinum.
Loksins, loksins. James er búinn að létta mikilli pressu af sér með fyrsta titlinum.
Miami Heat varð í nótt NBA-meistari. Miami vann þá öruggan sigur, 121-106, á Oklahoma City Thunder í fimmta leik liðanna. Fjórði sigur Miami í röð sem vann fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.

Sá stórkostlegi leikmaður, LeBron James, vann því loksins sinn fyrsta titil. Hann hefur á stundum klikkað á örlagastundu en því var ekki að heilsa í nótt. James var með þrefalda tvennu - 26 stig, 13 stoðsendinga og 11 fráköst - og James var verðskuldað valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna.

Chris Bosh skoraði 24 stig, Dwyane Wade 20 og Mike Miller 23. Miller skoraði sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þetta er annar titillinn í sögu Miami en sá fyrri kom leiktíðina 2005-06.

Heat hafði nánast allan tímann í nótt góð tök á leiknum. Liðið afgreiddi leikinn algjörlega í þriðja leikhluta þar sem það náði 26 stiga forskoti.

Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma með 32 stig og Russell Westbrook var með 20. Westbrook hitti þó aðeins úr 4 af 20 skotum sínum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×