Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum.

Tunnan af bandarísku léttolíunni er aftur komin yfir 80 dollara og hefur hækkað um 2% frá því fyrir helgina. Svipaða sögu er að segja af Brent olíunni sem er aftur komin yfir 91 dollar á tunnuna.

Á vefsíðunni forexpros segir að þessar hækkanir séu tilkomnar þar sem fjárfestar telja að olíuverðið sé orðið það lágt að kjarakaup séu í boði á markaðinum.

Þá hefur hitabeltisstormurinn Debby haft áhrif en hann er talin geta truflað olíuframleiðsluna á Mexíkóflóa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×