Viðskipti erlent

Samsung á erfitt með að mæta eftirspurn eftir nýjasta snjallsímanum

Þriðja gerð Galaxy S III hefur stærri skjá og er þynnri og léttari en keppinautur hans iphone 4S
Þriðja gerð Galaxy S III hefur stærri skjá og er þynnri og léttari en keppinautur hans iphone 4S
Talsmaður Samsung raftækja í Suður-Kóreu, stærsta farsímaframleiðanda heims, sagði í dag að áætlað væri að selja nýjasta snjallasíma fyrirktækisins Galaxy S III í 10 miljónum eintaka í júlí. Þrátt fyrir að eiga erfitt með að mæta eftirspurn vegna skorts á hlutum í símann.

Sala á símanum hófst í Evrópu 29. maí og á öllum helstu sölustöðum í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Samsung býst við að síminn verði kominn í sölu í 147 löndum í enda júlí, markmið fyrirtækisins er að hafa forskot á Apple sem kynnir nýjustu týpu iPhone símans á þriðja árshluta.

Þriðja gerð Galaxy S III hefur stærri skjá og er þynnri og léttari en keppinautur hans iPhone 4S. Hann er með nema sem hindrar skjáinn í að dökkna og er með raddstýringarforrit sem gerir notendum kleift að stilla vekjaraklukku og hljóðstyrk símans með að tala við tækið.

Samsung varð stærsti farsímaframleiðandi í fyrra en þar áður hafði Nokia trónað á toppnum og keppir við Apple sem stæsti snjallsímaframleiðandinn. Fyrirtækið stefnir að tvöfalda sölu á snjallsímum þetta árið og komast í 200 miljónir seldra síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×