Stefnir aftur á úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 07:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP "Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
"Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira