ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stóð sig frábærlega á helgina á mjög sterku tugþrautarmóti í Kladno í Tékkland en hann fékk 7898 stig og endaði í fimmta sæti á mótinu. Einar Daði er nú kominn í hóp með Jóni Arnari Magnússyni en þeir eru nú þeir tveir Íslendingar sem hafa ná flestum stigum í einni tugþraut.
Einar Daði bætti sitt persónulega met um 308 stig og bætti jafnframt árangur þjálfara síns Þráins Hafsteinssonar. Einar Daði er þar með orðinn annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar. Þráinn náði mest 7592 stigum árið 1983 en Íslandsmet Jóns Arnars er 8573 stig sett í Götzis 1998.
Einar Daði bætti sig mikið frá því á móti á Ítalíu 5. til 6. maí þar sem hann náði þriðja sæti með því að fá 7590 stig. Hann bætti þá sitt persónulega met um þrjú stig en tók nú risastökk.
Einar Daði bætti sig í fyrstu níu greinunum frá því á Ítalíu og endaði því með 308 fleiri stig á þessu móti sem er stórkostleg bæting hjá stráknum.
Hann var með 19. besta árangurinn fyrir keppnina og hafði sett stefnuna á því að ná inn á topp tíu. Einar Daði gerði gott betur en það og nú vantar ekki mikið upp á að hann brjóti 8000 stiga múrinn.
Dmitriy Karpov frá Kasakstan fékk 8173 stig og vann mótið, Roman Sebrle frá Tékklandi varð annar með 8097 stig og í þriðja sæti var Hollendingurinn Pelle Rietveld með 8073 stig. Einar Daði var 146 stigum á eftir Tékkanum Adam Sebastian Helcelet sem varð í fjórða sætinu.
Samanburður á árangri Einars Daða á síðustu tveimur mótum:
100 metra hlaup
Í Kladno - 11,23 sek 810 stig
Á Ítalíu - 11.24 sek 808 stig
Langstökk
Í Kladno - 7,35 metrar 898 stig
Á Ítalíu - 7,16 metrar 852 stig
Kúluvarp
Í Kladno - 13,99 metrar 728 stig
Á Ítalíu - 13.50 metrar 698 stig
Hástökk
Í Kladno - 2,04 metrar 840 stig
Á Ítalíu - 1,98 metrar 785 stig
400 metra hlaup
Í Kladno - 49,16 sekúndur 854 stig
Á Ítalíu - 49,55 sekúndur 835 stig
Samtals eftir fyrri dag
Í Kladno - 4130 stig
Á Ítalíu - 3978 stig
110 metra grindarhlaup
Í Kladno - 14,49 sekúndur 912 stig
Á Ítalíu - 14,83 sekúndur 870 stig
Kringlukast
Í Kladno - 38,74 metrar 639 stig
Á Ítalíu - 38,09 metrar 626 stig
Stangarstökk
Í Kladno - 4,77 metrar 840 stig
Á Ítalíu - 4,65 metrar 804 stig
Spjótkast
Í Kladno - 56,03 metrar 678 stig
Á Ítalíu - 51,29 metrar 608 stig
1500 metra hlaup
Í Kladno - 4:37.12 mínútur 699 stig
Á Ítalíu - 4:36,34 mínútur 704 stig
Samtals
Í Kladno - 7898 stig
Á Ítalíu - 7590 stig
Einar Daði annar besti tugþrautarkappi Íslandssögunnar | Fimmti í Kladno
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens
Enski boltinn

„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn



Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Íslenski boltinn



