Sjö íslenskir frjálsíþróttamenn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut.
Helga Margrét á best 5.878 stig frá því árið 2009. Lágmarkið inn á leikana er 5.950 stig en síðasti dagur til að ná lágmörkum fyrir leikana er 8. júlí. Ólympíuleikarnir hefjast þann 27. júlí.
Auk Helgu Margrétar verða Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA, Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki, María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni, Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH meðal keppenda.
Arna Stefanía, Ingi Rúnar og María Rún stefna á að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Barcelona um miðjan júlí. Síðasti dagur til að ná lágmörkum fyrir mótið er 2. júlí.
Helga Margrét reynir við Ólympíulágmarkið um helgina
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
