Viðskipti erlent

Töluverð lækkun á álverði síðustu mánuði

Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert undanfarna þrjá mánuði og stendur nú í rúmum 2.000 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Í byrjun mars stóð verðið hinsvega í 2.350 dollurum á tonnið.

Þessi verðþróun er í samræmi við lækkanir á annari hrávöru í heiminum eins og t.d. olíu en ástæðan fyrir því er m.a. minnkandi hagvöxtur í Kína og áframhaldandi erfiðleikar á evrusvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×