Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
New York
New York mynd/wikipedia
Samkvæmt nýjustu tölum atvinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna mældist atvinnuleysi í landinu 8.2 prósent í síðasta mánuði. Er þetta 0.1 prósentustigi meira en í apríl.

Alls voru 69 þúsund störf sköpuð í Bandaríkjunum í maí en yfirvöld í landinu vonuðust til að störfum myndi fjölga um 150 þúsund.

Atvinnumálin og efnahagsstjórn hafa verið mikil hitamál í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum.

Mitt Romney, sem mun hljóta útnefningu Repúblikanaflokksins, hefur gagnrýnt ákvarðanir Baracks Obama í efnahagsmálum harðlega.

Samkvæmt tölum atvinnumálaráðuneytisins eru störf í Bandaríkjunum nú fimm milljónum færri en fyrir efnahagskreppuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×