Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er tunnan af Brent olíunni komin undir 97 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin undir 82 dollara. Hefur verðið á Brent olíunni ekki verið lægra síðan snemma á síðasta ári.

Fleiri hrávörur hafa lækkað í verði að undanförnu vegna erfiðleikanna á evrusvæðinu og þess að nýjar tölur sína að efnahagur Bandaríkjanna er ekki að ná sér á strik. Þannig er verðið á áltonninu komið undir 2.000 dollara í fyrsta sinn í ár og hefur ekki verið lægra síðan í árslok í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×