Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum í Asíu

Hlutabréfaeigendur í Asíu hlutu skell á mörkuðum þar í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2% og hefur gildi hennar ekki verið lægra í 28 ár en vísitalan hefur stöðugt lækkað undanfarnar níu vikur. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði einnig um 2%.

Ástæður fyrir þessum lækkunum eru erfiðleikarnir á evrusvæðinu, og þá einkum Spáni í augnablikinu sem og fremur daprar tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum sem birtar voru fyrir helgina. Sökum þessa hafa fjárfestar víða um heiminn flúið með fé sitt úr hlutabréfum og yfir í skuldabréf sem þykja öruggari kostur í stöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×