Viðskipti erlent

Hækkanir á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfavísitölur í Evrópu og Bandaríkjunum hækkuðu skarplega í dag, en hækkunin er rakin til þeirrar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu að halda vöxtum í einu prósenti. Þannig hækkaði DAX vísitalan þýska um ríflega tvö prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 2,4 prósent.

Ákvörðun Seðlabanka Evrópu kom ekki á óvart en fjárfestir tóku henni með þeim hætti að bankinn sæi ekki ástæðu til þess að lækka vexti frekar, til þess að örva hagvöxt, að því er fram kemur á vef Wall Street Journal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×