Viðskipti erlent

Brent olían skreið yfir 100 dollara markið í nótt

Verðið á Brent olíunni skreið yfir 100 dollara á tununa markið í nótt og hefur verið að sveiflast í kringum það verð í morgun.

Á vefsíðunni Forexpros segir að ekki séu mikil viðskipti á olíumarkaðinum í augnablikinu þar sem fjárfestar haldi að sér höndunum meðan beðið er eftir skuldabréfaútboði á vegum spænska ríkisins sem fram fer síðar í dag. Útboðið mun sýna hvort Spánn hafi enn greiðan aðgang að lánsfé á kjörum sem teljast ásættanleg.

Verðið á Brent olíunni hefur verið að þokast upp á við undanfarna daga vegna væntinga um að aðgerðir séu framundan til að slá á vanda evrusvæðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×