Viðskipti erlent

ESB: Evrulöndin gætu þurft að mynda „bankabandalag“

Magnús Halldórsson skrifar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að evrulöndin 17 gætu þurft að mynda með sér „bankabandalag" til þess að takast sameiginlega á við erfiðleika fjármálageirans á svæðinu. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag, og er þar vitnað til skýrslu frá því í morgun. Í henni er m.a. fjallað um leiðir til þess að takast á við erfiðleika sem steðja að evrulöndunum, ekki síst löndum Suður-Evrópu, Spáni, Grikklandi, Portúgal og Ítalíu, en lántökukostnaður ríkjanna og þarlendra banka hefur hækkað mikið á undanförnum vikum.

Í skýrslunni segir meðal annars að hugsanlega gæti þurft að koma til beinnar frekari fjármögnunarinnspýtingar til banka vegna erfiðleika þeirra.

Sjá má ítarlega umfjöllun Wall Street Journal um skýrsluna, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×