Viðskipti erlent

Mario Draghi: Evrusvæðið ósjálfbært

Magnús Halldórsson skrifar
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að grunnfyrirkomulag evrusvæðisins sé „ósjálfbært" og mikilla úrbóta sé þörf ef ekki eigi að koma til enn dýpri efnahagsvanda á evrusvæðinu. Frá þessu greindi Draghi á ráðstefnu Evrópuþingsins í morgun, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Draghi var þungorður, og sagði Seðlabanka Evrópu ekki geta gripið til aðgerða sem væru nauðsynlegar, það væri á hendi ríkisstjórna. „Næsta skref, er að skýra hver stefnan sé til visst margra ára frá því nú. Því fyrr sem það er gert, því betra."

Hann sagði brýna þörf vera á samþættingu og samvinnu milli landa þegar kæmi að ríkisfjármálum. Að öðrum kosti myndi það leiða til enn meiri vandamála.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahagsmála hjá Evrópusambandinu, sagði að meiri niðurskurður þurfi að koma til. Nauðsynlegt sé að gera ríkisfjármál landanna á evrusvæðinu sjálfbær, svo vandinn sem nú er fyrir hendi dýpki ekki um of.

Sjá má umfjöllun BBC um þessi mál hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×