Útlendingar og Íslendingar Magnús Halldórsson skrifar 25. maí 2012 12:53 Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar. Það er ekki þar með sagt að Kínverjar séu fífl. Kína er fjölmennasta ríki heims, þar býr 1,4 milljarður manna. Það væri líklega mesti fordómur sögunnar ef hið ömurlega stjórnarfar í Kína væri heimfært inn í hugarheim 20 prósent af íbúum heimsins, sem þurfa að búa við hið ömurlega stjórnarfar. Einn af mörg hundruð þúsund Umræðan um það hvort ríkur kínverskur fjárfestir, Huang Nubo, geti fengið að fjárfesta á Norð-Austurlandi fyrir 20 til 30 milljarða króna með erlendum gjaldeyri hefur að mínu mati verið fordæmafull í mörgum tilvikum. Hann er í hópi mörg hundruð þúsund manna í Kína sem hefur hagnast ævintýralega á mesta hagvaxtarskeiði mannkynssögunnar. Meðaltalshagvöxtur í Kína á hverju ári í fimmtán ár, hefur verið upp á 8 til 12 prósent, samkvæmt skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Líka í gegnum niðursveifluna á alþjóðamörkuðum sem enn stendur yfir, og hófst á vormánuðum 2007. Sérstaklega hefur verið dapurlegt að sjá þau viðhorf koma fram í umræðu hér á landi að líklega muni bara útlendingar vinna fyrir Nubo, einkum við að byggja hótel og fleira á Grímsstöðum. Þetta er einkennilegt í ljósi þess að útlendingar hafa skipt algjörum sköpum fyrir íslenskan efnahag undanfarna áratugi þegar kemur að undirstöðuatvinnuvegi, sérstaklega síðustu tvo. Útlendingar skiptu sköpum Þeir reistu Kárahnjúkavirkjun að stórum hluta, og margt annað raunar. Ég man þegar ég fór með Unnari Jónssyni, sem sinnti stjórnunarstörfum á Kárahnjúkasvæðinu, í gegnum alla virkjunina á byggingarstigi. Þar unnu útlendingar um allt, við erfiðar og krefjandi aðstæður. Kínverjar voru þar áberandi, en Portúgalir og Ítalir líka. Þetta var umdeild framkvæmd, en alveg óháð því, þá ættum við frekar að standa í þakkarskuld við þetta fólk sem lagði mikið á sig við erfiðar aðstæður og fyrir laun sem okkur þykja ekki há. Annað dæmi er fiskvinnsla um allt land. Henni er víða haldið uppi af fólki sem fæddist í útlöndum en hefur hefur aðlagast nýjum aðstæðum hér á landi. Þetta má t.d. sjá í frystihúsi Samherja á Dalvík, einu fullkomnasta frystihúsi á Norðurlöndum. Geir Gestsson, sem stýrir þar starfseminni, sagði mér þegar ég fór þar í heimsókn í fyrra að þetta væru allt Dalvíkingar, þó sumir væru fæddir í útlöndum. Það segir sína sögu. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja ekki vinna þessa vinnu í nógu miklu mæli og þess vegna gera það duglegir útlendingar í staðinn. Það er gott. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er annað dæmi. Þjóðnýting þess var líka umdeild, en byggingin var krefjandi og erfið. Það unnu útlendingar við að reisa hana, ekki síst fordæmalausa erfiðisvinnu við að klæða hluta hússins með sérsmíðuðum glerhjúp. Þetta hafðist að lokum, þökk sé duglegu verkafólki frá Kína. Punkturinn er þessi: Þeir sem eru á móti því að útlendingar vinni störf hér á landi, sem Íslendingar hafa margir hverjir ekki áhuga á því að sinna, ættu að hugsa það mál til enda. Þetta tengist því þegar erlendir fjárfestar, m.a. frá Kína, vilja koma hingað og eyða peningum í ferðaþjónustu og aðra geira. Sögulega standa allar líkur til þess að fjárfestingin muni að langstærstu leyti fara í launakostnað, því arðsemin í ferðaþjónustu skilar sér yfirleitt ekki til baka nema á löngum tíma og með þrotlausri vinnu og þolinmæði. Spyrjið bara þá sem reka hótel hér á landi. Það er ekki auðvelt. Ef að Nubo tekst að fá 0,01 prósent af millistéttafólki í Kína og Asíu til þess að ferðast hingað, þá þýðir það tugmilljarða gjaldeyristekjur í vistvænum atvinnuvegi á hverju ári fyrir hagkerfið. Hér eru í gildi lög Það sem blasir við, þegar kemur að erlendri fjárfestingu hér á landi, er að regluverkið sé skýrt. Þ.e. að hagsmunir ríkis og sveitarfélaga séu varðir með lögum. Þegar kemur að nýtingu lands eins og Grímsstaða, þá eru hagsmunirnir rígbundnir niður með lögum. Ekki síst skipulagsvaldið að öllu leyti, þ.e. að sveitarfélög eða ríkið, þurfa að samþykkja öll uppbyggingaráform, líklega að lokum með stimpli. Fullkomlega útilokað er að Nubo geti keypt Grímsstaði, mergsogið þaðan grunnvatn, byggt upp hafnir á Austfjörðum fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu eða vegna skipaumferðar á Norðurslóðum, nema að sveitarfélögin og ríkið samþykki það sérstaklega með pólitískri stefnumörkun. Innanríkisráðherrann virðist ekki vita þetta, miðað við það hvernig hann hefur látið skoðanir sínar varðandi þetta mál í ljós á opinberum vettvangi. Það kemur ekki á óvart, í ljósi þess að sami maður, sem stýrði áður Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) sem formaður stjórnar, fullyrti í sjónvarpsviðtali fyrr í vetur að lífeyrissjóðirnir hefðu þurft, nauðugir, að braska með lífeyri almennings á Íslandi. Hengdi hann sig þar í orðalag í lögum þar sem segir að lífeyrissjóðir eigi að leita bestu ávöxtunar. Ráðherrann hefur sloppið með ólíkindum vel með þessi orð, þar sem þau eru rakin della frá A til Ö. Aðallega vegna þess að fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna á að vera langtímamiðuð og „besta" ávöxtunin á að sjálfsögðu að taka mið af því. Brask tengist því nákvæmlega ekkert. Það bendir hins vegar margt til þess að sjóðurinn hafi að einhverju leyti starfað eftir þessu í hans tíð, enda er neikvæð tryggingafræðileg staða LSR tikkandi tímasprengja fyrir skattgreiðendur og ríkissjóð, sem stjórnvöld forðast eins og heitan eldinn að ræða um. Jafnvel þó hann vildi Nubo – jafnvel þó hann væri frá hinu viðurstyggilega ríki Sádí Arabíu, þar sem fólk er tekið af lífi á fótboltavöllum eins og skylmingarþrælar – getur ekki gert neitt slæmt við landið okkar, nema að sveitastjórnir og ríki vilji það líka, og það í umboði almennings. Þetta er sá öryggisventill sem við höfum byggt upp með þingræði frá sjálfstæði. Þessi öryggisventill er veikburða í mörgum ríkjum heimsins, og hafa stórfyrirtæki nýtt sér það víða. T.d. bandarísk fyrirtæki í Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Gleymum síðan ekki einu: Engir fjárfestar hafa valdið jafn miklu tjóni hér á landi og íslenskir fjárfestar, í skálkaskjóli vandræðalegrar þagnar lífeyrissjóða á hluthafafundum og veikburða eftirlits. Þeir tættu innviði íslenska hagkerfisins í sig sem gerði stjórnvöldum ekkert annað mögulegt en að beita fordæmalausum neyðarrétti, og vernda með því fjármuni Íslendinga sem voru á íslenskum reikningum. Helstu fjölmiðlar heimsins, BBC, Washington Post, New York Times, og fleiri, hafa talað um að við höfum leyft bönkum að falla, sem er rugl. Við beittum neyðarrétti til þess að koma í veg fyrir að fall bankanna rústaði fjárhagi allra Íslendinga. Við gátum ekki annað en hent inn Wild Card-inu, fyrst þjóða í efnahagsþrengingum. Þetta þýðir samt ekki að setningin; Íslendingar hafa reynst Íslandi illa, sé sönn. Koðna niður Þetta gefur vísbendingu um hversu fráleitt það er að horfa eftir þjóðerninu þegar kemur að fjárfestingu, og búa til strámenn í því samhengi. Lög og reglur þjóna ekki síst þeim tilgangi að gefa fólki tækifæri á því að hjálpa öðrum, jafnvel þó stjórnarfar heimalandsins sé ömurlegt og feli beinlínis í sér brot á mannréttindum sem okkur finnst sjálfsögð. Og varðandi það hvort íbúar á Norð-Austurlandi séu þröngsýn flón sem taki við hverju sem er, með dollaramerki í augunum, þá ætti að fólk að lesa þennan pistil eftir Ara Teitsson, bónda á Hrísum. Það væri óskandi að Ari væri á þingi með skynsemi sína í farteskinu. Þá myndu „pópúlistar" í þinginu, sem forðast efnislega rökræðu eins og skíðamenn í svigakeppni forðast hliðin í skíðabrekkum, ekki hrópa á torgum endalaust. Þeir myndu alltaf stoppa á Ara, eftir tiltölulega skamman tíma, og koðna síðan niður í sætið sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar. Það er ekki þar með sagt að Kínverjar séu fífl. Kína er fjölmennasta ríki heims, þar býr 1,4 milljarður manna. Það væri líklega mesti fordómur sögunnar ef hið ömurlega stjórnarfar í Kína væri heimfært inn í hugarheim 20 prósent af íbúum heimsins, sem þurfa að búa við hið ömurlega stjórnarfar. Einn af mörg hundruð þúsund Umræðan um það hvort ríkur kínverskur fjárfestir, Huang Nubo, geti fengið að fjárfesta á Norð-Austurlandi fyrir 20 til 30 milljarða króna með erlendum gjaldeyri hefur að mínu mati verið fordæmafull í mörgum tilvikum. Hann er í hópi mörg hundruð þúsund manna í Kína sem hefur hagnast ævintýralega á mesta hagvaxtarskeiði mannkynssögunnar. Meðaltalshagvöxtur í Kína á hverju ári í fimmtán ár, hefur verið upp á 8 til 12 prósent, samkvæmt skýrslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Líka í gegnum niðursveifluna á alþjóðamörkuðum sem enn stendur yfir, og hófst á vormánuðum 2007. Sérstaklega hefur verið dapurlegt að sjá þau viðhorf koma fram í umræðu hér á landi að líklega muni bara útlendingar vinna fyrir Nubo, einkum við að byggja hótel og fleira á Grímsstöðum. Þetta er einkennilegt í ljósi þess að útlendingar hafa skipt algjörum sköpum fyrir íslenskan efnahag undanfarna áratugi þegar kemur að undirstöðuatvinnuvegi, sérstaklega síðustu tvo. Útlendingar skiptu sköpum Þeir reistu Kárahnjúkavirkjun að stórum hluta, og margt annað raunar. Ég man þegar ég fór með Unnari Jónssyni, sem sinnti stjórnunarstörfum á Kárahnjúkasvæðinu, í gegnum alla virkjunina á byggingarstigi. Þar unnu útlendingar um allt, við erfiðar og krefjandi aðstæður. Kínverjar voru þar áberandi, en Portúgalir og Ítalir líka. Þetta var umdeild framkvæmd, en alveg óháð því, þá ættum við frekar að standa í þakkarskuld við þetta fólk sem lagði mikið á sig við erfiðar aðstæður og fyrir laun sem okkur þykja ekki há. Annað dæmi er fiskvinnsla um allt land. Henni er víða haldið uppi af fólki sem fæddist í útlöndum en hefur hefur aðlagast nýjum aðstæðum hér á landi. Þetta má t.d. sjá í frystihúsi Samherja á Dalvík, einu fullkomnasta frystihúsi á Norðurlöndum. Geir Gestsson, sem stýrir þar starfseminni, sagði mér þegar ég fór þar í heimsókn í fyrra að þetta væru allt Dalvíkingar, þó sumir væru fæddir í útlöndum. Það segir sína sögu. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja ekki vinna þessa vinnu í nógu miklu mæli og þess vegna gera það duglegir útlendingar í staðinn. Það er gott. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er annað dæmi. Þjóðnýting þess var líka umdeild, en byggingin var krefjandi og erfið. Það unnu útlendingar við að reisa hana, ekki síst fordæmalausa erfiðisvinnu við að klæða hluta hússins með sérsmíðuðum glerhjúp. Þetta hafðist að lokum, þökk sé duglegu verkafólki frá Kína. Punkturinn er þessi: Þeir sem eru á móti því að útlendingar vinni störf hér á landi, sem Íslendingar hafa margir hverjir ekki áhuga á því að sinna, ættu að hugsa það mál til enda. Þetta tengist því þegar erlendir fjárfestar, m.a. frá Kína, vilja koma hingað og eyða peningum í ferðaþjónustu og aðra geira. Sögulega standa allar líkur til þess að fjárfestingin muni að langstærstu leyti fara í launakostnað, því arðsemin í ferðaþjónustu skilar sér yfirleitt ekki til baka nema á löngum tíma og með þrotlausri vinnu og þolinmæði. Spyrjið bara þá sem reka hótel hér á landi. Það er ekki auðvelt. Ef að Nubo tekst að fá 0,01 prósent af millistéttafólki í Kína og Asíu til þess að ferðast hingað, þá þýðir það tugmilljarða gjaldeyristekjur í vistvænum atvinnuvegi á hverju ári fyrir hagkerfið. Hér eru í gildi lög Það sem blasir við, þegar kemur að erlendri fjárfestingu hér á landi, er að regluverkið sé skýrt. Þ.e. að hagsmunir ríkis og sveitarfélaga séu varðir með lögum. Þegar kemur að nýtingu lands eins og Grímsstaða, þá eru hagsmunirnir rígbundnir niður með lögum. Ekki síst skipulagsvaldið að öllu leyti, þ.e. að sveitarfélög eða ríkið, þurfa að samþykkja öll uppbyggingaráform, líklega að lokum með stimpli. Fullkomlega útilokað er að Nubo geti keypt Grímsstaði, mergsogið þaðan grunnvatn, byggt upp hafnir á Austfjörðum fyrir olíuvinnslu á Drekasvæðinu eða vegna skipaumferðar á Norðurslóðum, nema að sveitarfélögin og ríkið samþykki það sérstaklega með pólitískri stefnumörkun. Innanríkisráðherrann virðist ekki vita þetta, miðað við það hvernig hann hefur látið skoðanir sínar varðandi þetta mál í ljós á opinberum vettvangi. Það kemur ekki á óvart, í ljósi þess að sami maður, sem stýrði áður Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) sem formaður stjórnar, fullyrti í sjónvarpsviðtali fyrr í vetur að lífeyrissjóðirnir hefðu þurft, nauðugir, að braska með lífeyri almennings á Íslandi. Hengdi hann sig þar í orðalag í lögum þar sem segir að lífeyrissjóðir eigi að leita bestu ávöxtunar. Ráðherrann hefur sloppið með ólíkindum vel með þessi orð, þar sem þau eru rakin della frá A til Ö. Aðallega vegna þess að fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna á að vera langtímamiðuð og „besta" ávöxtunin á að sjálfsögðu að taka mið af því. Brask tengist því nákvæmlega ekkert. Það bendir hins vegar margt til þess að sjóðurinn hafi að einhverju leyti starfað eftir þessu í hans tíð, enda er neikvæð tryggingafræðileg staða LSR tikkandi tímasprengja fyrir skattgreiðendur og ríkissjóð, sem stjórnvöld forðast eins og heitan eldinn að ræða um. Jafnvel þó hann vildi Nubo – jafnvel þó hann væri frá hinu viðurstyggilega ríki Sádí Arabíu, þar sem fólk er tekið af lífi á fótboltavöllum eins og skylmingarþrælar – getur ekki gert neitt slæmt við landið okkar, nema að sveitastjórnir og ríki vilji það líka, og það í umboði almennings. Þetta er sá öryggisventill sem við höfum byggt upp með þingræði frá sjálfstæði. Þessi öryggisventill er veikburða í mörgum ríkjum heimsins, og hafa stórfyrirtæki nýtt sér það víða. T.d. bandarísk fyrirtæki í Suður-Ameríku og Mið-Austurlöndum. Gleymum síðan ekki einu: Engir fjárfestar hafa valdið jafn miklu tjóni hér á landi og íslenskir fjárfestar, í skálkaskjóli vandræðalegrar þagnar lífeyrissjóða á hluthafafundum og veikburða eftirlits. Þeir tættu innviði íslenska hagkerfisins í sig sem gerði stjórnvöldum ekkert annað mögulegt en að beita fordæmalausum neyðarrétti, og vernda með því fjármuni Íslendinga sem voru á íslenskum reikningum. Helstu fjölmiðlar heimsins, BBC, Washington Post, New York Times, og fleiri, hafa talað um að við höfum leyft bönkum að falla, sem er rugl. Við beittum neyðarrétti til þess að koma í veg fyrir að fall bankanna rústaði fjárhagi allra Íslendinga. Við gátum ekki annað en hent inn Wild Card-inu, fyrst þjóða í efnahagsþrengingum. Þetta þýðir samt ekki að setningin; Íslendingar hafa reynst Íslandi illa, sé sönn. Koðna niður Þetta gefur vísbendingu um hversu fráleitt það er að horfa eftir þjóðerninu þegar kemur að fjárfestingu, og búa til strámenn í því samhengi. Lög og reglur þjóna ekki síst þeim tilgangi að gefa fólki tækifæri á því að hjálpa öðrum, jafnvel þó stjórnarfar heimalandsins sé ömurlegt og feli beinlínis í sér brot á mannréttindum sem okkur finnst sjálfsögð. Og varðandi það hvort íbúar á Norð-Austurlandi séu þröngsýn flón sem taki við hverju sem er, með dollaramerki í augunum, þá ætti að fólk að lesa þennan pistil eftir Ara Teitsson, bónda á Hrísum. Það væri óskandi að Ari væri á þingi með skynsemi sína í farteskinu. Þá myndu „pópúlistar" í þinginu, sem forðast efnislega rökræðu eins og skíðamenn í svigakeppni forðast hliðin í skíðabrekkum, ekki hrópa á torgum endalaust. Þeir myndu alltaf stoppa á Ara, eftir tiltölulega skamman tíma, og koðna síðan niður í sætið sitt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun