Viðskipti erlent

Gengi bréfa Operu rýkur upp - Facebook hefur áhuga

Magnús Halldórsson skrifar
Jón S. von Tetzchner, var lengi vel forstjóri Operu, en hann stofnaði fyrirtækið ásamt viðskiptafélaga sínum.
Jón S. von Tetzchner, var lengi vel forstjóri Operu, en hann stofnaði fyrirtækið ásamt viðskiptafélaga sínum.
Gengi bréfa í norska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækinu Opera Software, sem var stofnað af hinum íslensk ættaða Jóni S. von Tetzchner, hefur hækkað um 26 prósent eftir að vefsíðan Pocket-Lint greindi frá því að samfélagsmiðillinn Facebook hefði áhuga á því að kaupa fyrirtækið. Markaðsvirði félagsins hefur því hækkað skarplega og er það nú um 807 milljónir dala, eða sem nemur ríflega 100 milljörðum króna.

Samkvæmt frétt Bloomberg fréttaveitunnar er litið til Operu netvafrans sem góðs kosts fyrir Facebook, en í umfjöllun Bloomberg kemur fram að vafrinn sé sá eini sem ekki er í risanna á markaðnum að stórum hluta, þ.e. Google, Microsoft og Apple.

Sjá má umfjöllun Bloomberg um Operu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×