Miami Heat tilkynnti í dag að Chris Bosh muni ekki spila með liðinu á næstunni vegna meiðsla. Óvitað er hvenær hann geti spilað á ný.
Bosh fór meiddur af velli þegar að Miami vann sigur á Indiana í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Læknisskoðun leiddi í ljós að hann væri tognaður á kviðvöðva. Bosh verður því ekki með Miami gegn Indiana annað kvöld en það kemur í hlut þeirra Joel Anthony og Ronny Turiaf að fylla í hans skarð.
Þetta er þó vitanlega áfall fyrir Miami enda Bosh mikilvægur leikmaður í liðinu.
Körfubolti