Viðskipti erlent

Moody's lækkar ítalska banka

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í gærkvöldi lánshæfi 26 banka á Ítalíu á einu bretti. Þar á meðal eru stærstu bankar landsins, Unicredit og Intesa Sanpaolo. Samdráttur hefur verið á Ítalíu eins og víða annars staðar og ríkisstjórnin stendur í viðamiklum breytingum á opinbera geiranum. Bankarnir eru því sagðir mun viðkvæmari fyrir áföllum. Tíu af bönkunum 26 voru færðir í svokallaðan ruslflokk en stóru bankarnir tveir, fóru úr einkunninni A3 og niður í A2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×