Facebook hækkar verð á hlutabréfum sínum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. maí 2012 11:44 Um 900 milljón manns nýta sér þjónustu Facebook. mynd/AP Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara. Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum fyrirtækisins er talin vera ástæðan fyrir hækkuninni. Samkvæmt þessu nýja verðmati gæti virði samskiptamiðilsins orðið meira en Disney, Ford og Kraft Foods. En þrátt fyrir þessa miklu eftirspurn munu kynningaraðilar Facebook halda áfram ferð sinni um Bandaríkin en þeir hafa á síðustu mánuðum kynnt framtíðarhorfur fyrirtækisins fyrir fjárfestum. Endanlegt verð á hlutabréfum Facebook verður kynnt á morgun en fyrirtækið verður skráð á almennan markað á föstudaginn. Mark Zuckerberg, annar stofnandi Facebook og stjórnarformaður, mun þó enn eiga ráðandi hlut í samskiptasíðunni eða um 57.3% Facebook fagnar átta ára starfsafmæli sínu í ár. Um 900 milljón manns nýta sér þjónustuna að staðaldri en hagnaður síðunnar á síðasta ári nam rúmum milljarði dollara. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur hækkað áætlað verð á hlutabréfum sínum úr 28 til 35 dollurum í 34 til 38 dollara. Gangi hlutafjárútboðið að óskum mun virði fyrirtækisins fara yfir 100 milljarða dollara. Mikil eftirspurn eftir hlutabréfum fyrirtækisins er talin vera ástæðan fyrir hækkuninni. Samkvæmt þessu nýja verðmati gæti virði samskiptamiðilsins orðið meira en Disney, Ford og Kraft Foods. En þrátt fyrir þessa miklu eftirspurn munu kynningaraðilar Facebook halda áfram ferð sinni um Bandaríkin en þeir hafa á síðustu mánuðum kynnt framtíðarhorfur fyrirtækisins fyrir fjárfestum. Endanlegt verð á hlutabréfum Facebook verður kynnt á morgun en fyrirtækið verður skráð á almennan markað á föstudaginn. Mark Zuckerberg, annar stofnandi Facebook og stjórnarformaður, mun þó enn eiga ráðandi hlut í samskiptasíðunni eða um 57.3% Facebook fagnar átta ára starfsafmæli sínu í ár. Um 900 milljón manns nýta sér þjónustuna að staðaldri en hagnaður síðunnar á síðasta ári nam rúmum milljarði dollara.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira