Viðskipti erlent

Spænskir bankar sagðir fallvaltir

CaixaBank er einn stærsti banki Spánar, en lánasafn hans er sagt viðkvæmt vegna slæmrar stöðu margra heimila á Spáni.
CaixaBank er einn stærsti banki Spánar, en lánasafn hans er sagt viðkvæmt vegna slæmrar stöðu margra heimila á Spáni.
Spænskir bankar eru sagðir fallvaltir og hugsanlega þarf að koma þeim til bjargar með fjárframlagi frá spænska ríkinu og evrópska seðlabankanum, að því er greint er frá í New York Times í dag.

Það kemur meðal annars fram að 663 milljarða evra fasteignalánaskuldir, jafnvirði um nærri 110 þúsund milljarða króna, séu að sliga hagkerfið og bankar óttast að fólk muni í vaxandi mæli lenda í miklum vandræðum með að borga af fasteignalánum sínum.

Í umfjöllun New York Times kemur fram að erfið skuldastaða spænska ríkisins og heimila á Spáni hafi verið meginefni fundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans í síðustu viku, og er sagt í greininni að áhyggjur vegna stöðunnar á Spáni fari vaxandi.

Atvinnuleysi á Spáni er nú tæplega 24 prósent, og ríflega 50 prósent hjá fólki á bilinu 18 til 30 ára.

Sjá má umfjöllun New York Times hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×