Viðskipti erlent

Samsung hagnaðist um 585 milljarða á þremur mánuðum

Samsung snjallsímar seljast vel þessa dagana.
Samsung snjallsímar seljast vel þessa dagana.
Tæknirisinn Samsung er orðinn stærsti framleiðandi fyrir farsíma, þar með talið snjallsíma. Nokia hefur til þessa verið stærsti framleiðandi farsíma og hefur haldið þeim árangri síðan 1998. Á fyrsta fjórðungi þessa árs tók Samsung fram úr Nokia, en fyrirtækið framleiddi 93 milljónir síma samanborið við 83 milljónir hjá Nokia.

Hagnaður Samsung, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, nam 4,5 milljörðum dala á fyrsta fjórðungi ársins, eða sem nemur 585 milljörðum króna. Það er mesti hagnaður Samung á einum fjórðungi síðan á síðasta fjórðungi ársins 2008. Talið er að hagnaður Samung a þessu ári verði sá mesti í sögu fyrirtækisins, og munar þar ekki síst um mikla sölu á snjallsímum á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×