NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York 19. apríl 2012 09:45 Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. AP Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99 NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum