NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York 19. apríl 2012 09:45 Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. AP Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99 NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina. Amare Stoudemire og Jeremy Lin er ekki til taks hjá New York en þeir eru báðir meiddir. Anthony hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en hann hefur skorað 32,1 stig að meðaltali i apríl. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston í 102-98 sigri liðsins gegn Orlando í Boston. Hann gaf að auki 14 stoðsendingar sem er persónulegt met. Með sigrinum tryggði Boston sér sigur í Atlantshafsriðlinum en liðið er með 37 sigra og 26 töp þegar liðið á þrjá leiki eftir. Það er ljóst að Boston fær því eitt af fjórum efstu sætunum í úrslitakeppninni í Austurdeildinni og sleppur því við að mæta Chicago eða Miami í fyrstu umferð. LeBron James skoraði 28 stig fyrir Miami í 96-72 sigri gegn Toronto. Hann lék ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. James hitti úr 12 af alls 15 skotum sínum utan af velli. Dwyane Wade og Chris Bosh voru ekki með í þessum leik þar sem þeir voru einfaldlega hvíldir fyrir leikinn gegn Chicago sem fram fer í kvöld. Chicago er með besta árangurinn í Austurdeildinni, 47-15 en Miami er með 44-17 í öðru sæti. Taphrina Charlotte Bobcats heldur áfram en liðið tapaði nún gegn Chicago á útivelli 100-68. Charlotte, sem er í eigu Michael Jordan, er á góðri leið með að verða lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni. Chicago tryggði sér efsta sætið í Austurdeildinni með sigrinum en liðið lék án þeirra Derrick Rose og Luol Deng. Charlotte hefur tapað 18 leikjum í röð og tapi liðið síðustu fimm deildarleikjunum verður það hlutskipti liðsins að vera lélegasta NBA lið sögunnar. Dallas og Utah er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Þar stendur baráttan á mili Houston, Phoenix, Dallas og Denver. Portland hefur nú þegar misst af lestinni og á ekki möguleika á að komast í úrslitakeppnina. James Harden setti persónulegt met með því að skora 40 stig í 109-97 sigri Oklahoma á útivelli gegn Phoenix. Hann hitti úr 5 af alls 8 þriggja stiga skotum sínum en Oklahoma er með næst besta árangur allra liða í Vesturdeildinni. Oklahoma hét áður Seattle og er liðið til alls líklegt í úrslitakeppninni. San Antonio Spurs er þessa stundina í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma. Phoenix er nú í 9. sæti Vesturdeildarinnar aðeins ½ sigri á eftir Utah Jazz sem er í 8. sæti. Andrew Bynum skoraði 31 stig fyrir LA Lakers og tók 9 fráköst í 99-87 sigri liðsins gegn Golden State Warriors. Pau Gasol var með þrefalda tvennu en hann skoraði 22 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar. Kobe Bryant lék ekki með Lakers en hann hefur misst af síðustu 7 leikjum liðsins. Golden State hefur tapað 18 af síðustu 22 leikjum sínum. Úrslit: New Jersey – New York 95-104 Boston – Orlando 102-98 Miami – Toronto 96-72 Atlanta – Detroit 116-84 Washington – Milwaukee 121-112 Cleveland – Philadelphia 87-103 Memphis – New Orleans 103-91 Chicago – Charlotte 100-68 Dallas – Houston 117-110 Portland – Utah 91-112 Denver – LA Clippers 98-104 Phoenix – Oklahoma 97-109 Sacramento – San Antonio 102-127 Golden State – LA Lakers 87-99
NBA Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti