Fjölskrúðugt lífríki í Reykjavíkurtjörn og draugur á Vestfjörðum 1. apríl 2012 20:30 Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan. Aprílgabb Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: „Kannski mun auka það ef eitthvað er. En við erum þó undirbúnir að þetta muni hafa áhrif svona í fyrstu og því bjóðum við þeim sem þora upp á fría gistingu í nótt." Þá hljóp fréttamaður Vísis sjálfur 1. apríl þegar hann ákvað að hringja í Magnús Magnússon, ritstjóra Skessuhorns, vegna yfirlýsingar hans um að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Í ljós kom að þarna var á ferð aprílgabb Skessuhorn, og var aðeins eitt af nokkrum. Herskáir feministar boðuðu svo til blaðamannafundar klukkan tvö í dag við Bríetartorg en Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vg, sendi út yfirlýsingu þess eðlis. Þar sagði meðal annars: „Að undanförnu hefur mikil umræða átt sér stað um baráttuaðferðir femínista og meintar öfgar þeirra félaga sem vinna að hugmyndafræðinni. Nú er svo komið að nokkuð stór hópur róttækra femínista hefur ákveðið að standa undir nafni og stofna raunverulega öfgahreyfingu með það að markmiði að hrista upp í samfélaginu og þrýsta á raunverulegar breytingar." Ekki er ljóst hvort einhver féll fyrir gabbinu en það var femíniska vefritið Knuz.is sem stóð fyrir gríninu. Smugan.is sagði svo frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon brást þá við með því að senda pistil á alla fjölmiðla landsins þar sem hann gagnrýndi RÚV harkalega fyrir að mismuna frambjóðendum og leyfa þeim ekki að koma baráttumálum sínum á framfæri og skoraði á Pál að taka af allan vafa um að hann væri að fara í framboð. Vísir sagði í kjölfarið frá því að Ástþór hefði hlaupið 1. apríl. Sjálfur vildi frambjóðandinn ekki kannast við það þegar hann hafði samband við fréttastofu alla leið frá Kína, þar sem hann var að skoða brúðarkjóla. Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, bauð svo upp á bráðskemmtilegt gabb þar sem efnt var til samkeppni um hvaða Íslendingur ætti að prýða nýja 10 þúsund króna seðilinn sem Seðlabankinn hyggst gefa út. Því var svo lofað að niðurstöður samkeppninnar yrðu afhentar Seðlabanka eftir páska. Fengu lesendur að velja úr fjölbreyttu vali persóna sem gátu prýtt seðilinn. Þó skipti engu hvað fólk kaus, alltaf endaði ritstjórinn sjálfur, Davíð Oddsson, á seðlinum. Stöð 2 greindi síðan frá því að gull hefði fundist í Esjunni. Og ekki nóg með það, borgarstjórinn kom í viðtal og sagðist hafa sótt um lögbann á fjallið þar sem gullið væri í raun eign borgarinnar, og því mætti fólk ekki tína gull úr hlíðum þessa vinsæla útivistarsvæðis. Og þó gullið yrði eflaust búbót fyrir marga, þá hafði fréttamaður tekið sig til og breytt verðlausri möl úr Skaftahlíðinni í skínandi gull með aðstoð úðabrúsa. Þá var einstaklega fjölskrúðugt dýralíf í Reykjavíkurtjörninni í dag. Þannig virðast fréttamenn ruv.is hafa fengið keimlíka hugmynd og fréttamenn Vísis, en ruv greindi frá því að tjörnin væri full af urriðum. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, ætlaði að ganga í málið og sagði urriðann skaðlegan lífríki tjarnarinnar. En líklega mátti urriðinn gæta sín á selnum sem óprúttnir aðilar stálu úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Vísir greindi frá því að þeir hefðu svo sleppt honum lausum í tjörninni og það sem verra væri, urtan væri með kóp og til alls líkleg. Forstöðumaður húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, sagði þetta ekkert gamanmál; „Það er ekki hlaupið að því að ná honum, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," sagði Tómas áhyggjufullur. Þetta var auðvitað gabb af hálfu Vísis. Mynd fylgdi með af selnum og var óskað eftir fleirum. Ein mynd barst vefnum, og prýðir hún fréttina. Við þökkum lesandanum fyrir. Þá má til gamans geta að annar lesandi sendi Vísi grein úr Þjóðviljanum frá árinu 1989, eða fyrir nákvæmlega 23 árum síðan. Þar voru lesendur einnig gabbaðir með nákvæmlega sama hrekk. Þeir gerðu þó ögn betur á Þjóðviljanum, því þar var haft eftir Davíð Oddssyni, þá borgarstjóra, að hann vildi helst drepa selinn, enda hefði hann ekkert að gera í tjörnina. Við þökkum auðvitað Tómasi Óskari forstöðu manni húsdýragarðsins kærlega fyrir aðstoðina og minnum á að ef lesendur vilja sjá seli, þá er vænlegast að finna þá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Grein Þjóðviljans um selinn í tjörninni má lesa hér fyrir neðan og sjá má gullgrín Stöðvar 2 í viðhengi fyrir ofan.
Aprílgabb Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira