Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn 1. apríl 2012 13:00 Sigurður Ólafsson náði þessari mynd af selnum. Unnið verður að því að fanga dýrið eftir helgi. „Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Okkur er nú ekki skemmt," segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. Það var Sigurður Ólafsson sem hringdi inn á fréttastofu og tilkynnti að hann hefði séð selinn í tjörninni. Hann var úti að ganga í morgun þegar hann kom auga á einhverja svarta skepnu í tjörninni. „Ég áttaði mig reyndar ekki á því í fyrstu hvað þetta gat verið. Fyrst hvarflaði að mér að þarna væri einhver að reyna að koma sér heim eftir eitthvað djamm. Svo þegar ég gaumgæfði þetta betur gat ég ekki betur séð en að þetta væri selur," sagði Sigurður en í samtali við lögregluna kom í ljós að einhver, eða einhverjir, hefðu brotist inn í Húsdýragarðinn í nótt og haft selinn á brott með sér. Það kom fyrst fram á vef Reykjavíkurborgar að selurinn hefði sést í tjörninni. Þar var þó talið að selurinn hefði skriðið upp í fjöruna í Skerjafirði og fundið sér leið um nýgerðan skurð í Vatnsmýrinni yfir í Tjörnina. Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það var ekki rétt. Tómas Óskar segir málið frekar sérkennilegt, og í raun grafalvarlegt. „Ég vona bara að selnum verði ekki meint af," segir Tómas sem bætir við að lítið sé um æti í tjörninni og því líkur á því að selurinn, sem er kvendýr, leggist á fuglana. Spurður hvað sé til ráða svarar hann því til að það sé heilmikið vandamál að fanga selinn. „Það er ekki hlaupið að því, nema þá að skjóta hann. En það viljum við náttúrulega ekki," segir Tómas Óskar. Hann segir að það þurfi þó að hafa hraðar hendur á, enda selurinn með kóp. „Þannig ef við föngum ekki selinn á næstu vikum þá er líklegt að hún fari að kæpa." Hann segir urtuna geta verið heldur viðskotailla í því ástandi, eru því gestir við Reykjavíkurtjörn beðnir um að hafa varann á komist þeir í námunda við selinn. Líklega verður ekki ráðist í að fanga dýrið fyrr en eftir helgi. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem brotist er inn í garðinn, en hingað til hafa þjófarnir séð sóma sinn í því að láta dýrin afskiptalaus. Málið er í rannsókn. Vísir óskar að sjálfsögðu eftir betri myndum af selnum, en hægt er að senda þær á netfang fréttastofunnar, frettir@stod2.is.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira