Chelsea komst naumlega áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. apríl 2012 18:14 Nordic Photos / AFP Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
Chelsea er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Benfica á heimavelli í kvöld. Chelsea vann samanlagt 3-1 sigur og mætir nú Barcelona í undanúrslitunum síðar í mánuðinum. Það stóð þó tæpt á lokamínútunum því staðan var 1-1 þegar skammt var til leiksloka og Benfica hefði dugað eitt mark til viðbótar til að slá Chelsea úr leik. En þökk sé marki varamannsins Raul Meireles í uppbótartíma náði Chelsea að gulltryggja sæti sitt í undanúrslitum keppninnar. Frank Lampard skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu úr vítaspyrnu. Javi Garcia braut þá á Ashley Cole og Lampard skoraði örugglega. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk svo Maxi Pereira, fyrirliði Benfica, að líta rauða spjaldið fyrir sína aðra áminningu í leiknum. Það var því fátt sem benti til þess að þeim portúgölsku tækist að koma sér aftur inn í leikinn, manni færri. Benfica lét þó ekki segjast og fékk sín færi í seinni hálfleik. Petr Cech varði glæsilega frá Oscar Cardozo snemma í hálfleiknum en stuttu síðar fékk reyndar Ramires gullið tækifæri til að koma Chelsea tveimur mörkum yfir en brenndi af fyrir opnu marki. Fernando Torres og Juan Mata komust svo báðir nálægt því að skora fyrir Chelsea en án árangurs þó. Það átti eftir að reynast dýrkeypt því Benfica náði að jafna metin um sex mínútum fyrir leikslok. Garcia skoraði þá með skalla eftir hornspyrnu en hann nýtti sér slakan varnarleik heimamanna og var dauðafrír á nærstöng. Benfica sótti nokkuð eftir þetta, þrátt fyrir að hafa verið manni færri, en heimamönnum til mikils léttis náði Mereiles að tryggja sínum mönnum sigurinn með marki úr skyndisókn í uppbótartíma. Chelsea fær nú það erfiða verkefni að mæta Spánar- og Evrópumeisturum Barcelona í undanúrslitum en leikirnir fara fram dagana 18. og 24. apríl.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira