Þó svo Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat, hafi farið mikinn gegn Toronto í gær og skorað 30 stig þá var hugur hans hjá frænda sínum sem særðist í skotárás í Chicago.
Frændi hans var einn af þrettán mönnum sem varð fyrir skoti í átökum í borginni en þau stóðu yfir í sex tíma. Tveir eru þegar látnir.
"Ég spilaði fyrir hann og hann var í huga mér allan leikinn. Ég var 9 ára þegar hann fæddist og ég bið fyrir fjölskyldum allra sem særðust," sagði Wade eftir leikinn.
Ekki hefur verið gefið upp hvað frændi Wade heitir en hann var einn af sex mönnum sem var skotinn fyrir utan verslun. Menn í jeppa keyrðu að þeim og létu skotunum rigna. Einn lést og fjórir eru í lífshættu.
PSG
Manchester City