Viðskipti erlent

Apple reiðubúið að endurgreiða áströlskum viðskiptavinum

Málið verður tekið fyrir af dómstólum í maí.
Málið verður tekið fyrir af dómstólum í maí. mynd/AP
Tæknifyrirtækið Apple er sakað um að hafa blekkt neytendur í Ástralíu með því að lofa fullum stuðningi við 4G farnetsþjónustu landsins á nýjustu iPad spjaldtölvunni. Fyrirtækið hefur boðist til að endurgreiða þeim sem keyptu nýju spjaldtölvuna.

Spjaldtölvan getur ekki notað 4G þjónustukerfið í Ástralíu og því hafa neytendasamtök í landinu stefnt Apple fyrir að hafa afvegaleitt neytendur.

Lögfræðingar Apple segja að fyrirtækið sé reiðubúið að endurskoða markaðsherferð sína í Ástralíu. Apple þvertekur þó fyrir að hafa afvegaleitt neytendur og segir að spjaldtölvan geti notast við almenn 4G þjónustukerfi.

Málið verður tekið fyrir af dómstólum í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×