Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 84-68 Kolbeinn Tumi Daðason í DHL-höllinni skrifar 29. mars 2012 11:08 Mynd/Stefán KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur. Stólarnir sváfu yfir sig fyrstu mínúturnar í Vesturbænum. Kannski var það troðsla Dejan Sancenski í fyrstu sókn heimamanna sem lamaði gestina en þeir vöknuðu ekki fyrr en staðan var orðin 6-0. Leikar jöfnuðust í kjölfarið og gestirnir komust í fyrsta sinn yfir í 14-15 með þriggja stiga körfu Curtis Allen. Annars gekk Könunum líkt og öðrum Stólum illa að hitta í fyrri hálfleik. KR-ingarnir styrktust með hverri mínútunni og höfðu þægilega forystu í hálfleik 46-32. Stólarnir skoruðu aðeins 13 stig í 2. leikhluta en dæmið snerist heldur betur við í 3. leikhluta. KR-ingar skoruðu aðeins 14 stig og Stólarnir minnkuðu muninn. Munurinn var sjö stig þegar Svavar Birgisson kom loksins inn af bekknum og setti fimm stig á 30 sekúndum. Hann minnkaði muninn í þrjú stig, 60-57, undir pressu úr stökkskoti, undir lok leikhlutans. Allt í járnum fyrir lokaleikhlutann. Robert Ferguson mætti ferskastur til leiks í lokafjórðunginn, setti sex stig í röð og KR-ingar yfir 68-59. Sencanski og Ferguson settu svo hvor sinn þristinn og munurinn orðinn 75-63 og fjórar mínútur eftir. Þann mun voru gestirnir aldrei að fara að brúa og heimamenn unnu 84-68 sigur. Nokkrir KR-ingar áttu ágætan leik en enginn þó stjörnuleik. Ferguson byrjaði afar vel og minnti svo á sig þegar mest þurfi í fjórða leikhluta. Sömu sögu er að segja af Sencanski. Þá var Emil virkilega góður í varnarleiknum og reyndist þeim röndóttu mikilvægur á þýðingarmiklum augnablikum. Á meðan Joshua Brown spilaði sýndi hann frábær tilþrif en hann sat af sér stóran hluta seinni hálfleiksins með fjórar villur. Hjá Stólunum spiluðu alltof margir undir getu til þess að nokkur hefði trú á þeim. Skotnýting Kananna framan af leik var skelfileg en rættist þó úr í seinni hálfleik. Friðrik Hreinsson var hvorki svipur né sjón og hitti ekki úr neinu skota sinna. Svavar Birgisson virkaði heitur þær tíu mínútur sem hann fékk að spila og er skrýtið að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur. KR leiðir í einvíginu 1-0. Liðin mætast í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudaginn.KR-Tindastóll 84-68 (23-19, 23-13, 14-25, 24-11)KR: Robert Lavon Ferguson 21/7 fráköst, Dejan Sencanski 17/8 fráköst, Joshua Brown 15/12 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 11/11 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9, Martin Hermannsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 2.Tindastóll: Curtis Allen 16/7 fráköst, Maurice Miller 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Helgi Rafn Viggósson 9/8 fráköst, Igor Tratnik 5/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 2. Þröstur: KR-ingarnir eru skíthræddir þegar Síkið lætur í sér heyraMynd/AntonÞröstur Jóhannsson setti tólf stig og átti ágætan leik hjá gestunum í kvöld. Eftir að hafa verið undir lengst af minnkuðu Stólarnir muninn í þrjú stig þegar flautan gall í 3. leikhluta. Í fjórða leikhluta mættu gestirnir ekki til leiks. „Við áttum frábærar tvær mínútur og náðum að minnka muninn. Svo fengu þeir leikhlutahléið til þess að þjappa sér saman og komu með sprett á móti. Við hefðum þurft að vera með allan hausinn í kvöld en vorum ekki," sagði Svavar sem fannst liðið ekki hafa spilað nógu stöðugan leik. „Það verður hörkustemmning í Síkinu, allt gert brjálað því við ætlum ekki að gefast upp á þessari keppni. Við höfum tekið þá tvisvar þar og KR-ingarnir eru skíthræddir þegar Síkið fer að láta í sér heyra. Það eru brjálaðir menn uppi í stúku sem gefa ekkert eftir frekar en við," sagði Þröstur. Hrafn: KR-liðið stendur í 70 prósentumMynd/Stefán„Þegar þetta stórskemmtilega sóknarlið þeirra komst á skrið misstum við sjónar á því sem við áttum að gera. Hættum að fara inn í teig, vorum aumir með boltann og þá fær maður engar villur undir körfunni," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR. Hrafn sagði sína menn þó ekki hafa haft neinar áhyggjur þótt liðið væri aðeins þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann og leikstjórnandinn, Joshua Brown, kominn með fjórar villur. „Við vissum að það væru 10 mínútur til að ná forskotinu aftur. Þá spilaði Martin einstaklega vel í fjarveru Brown og náðum þessu strax tilbaka," sagði Hrafn. Hrafn var ánægður með spilamennsku sinna manna þótt hann telji liðið eiga mikið inni. „KR-liðið stendur í 70 prósentum. Líkamlega erum við klárir og við erum búnir að setja allt upp sem við viljum gera. Núna þurfum við bara að vera klárari þegar pressan er mikil," sagði Hrafn sem hló þegar blaðamaður tjáði honum að Hreggviður hefði sýnst hundfúll með hve lítið hann spilaði. „Hann verður bara að lifa með því. Það þarf að nota þennan úlnlið í sjö sigurleikjum í viðbót," sagði Hrafn léttur en Hreggviður hefur glímt við úlnliðsmeiðsli og hvíldi í síðasta deildarleik KR. Bárður: Sköpuðum góð færi en hittum ekkiMynd/StefánBárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að sætta sig við tap í fyrsta leiknum gegn KR. Þrátt fyrir það var hann nokkuð sáttur með sína menn. „Mér fannst við ekki spila illa en við hittum vissulega illa. Við sköpuðum okkur góð færi en hittum ekki," sagði Bárður sem sagði tvo slæma kafla hafa farið með leikinn. Annars vegar undir lok 2. leikhluta og svo fjórði leikhlutinn. Svavar Birgisson skoraði 13 stig í leiknum en spilaði aðeins um tíu mínútur. Menn í blaðamannastúkunni furðuðu sig á því hve lítið hann spilaði. „Svavar veiktist heiftarlega fyrir tveimur til þremur vikum og hefur ekki haft orku í meira. Hann er vonandi að koma meira inn í þetta hjá okkur smám saman," sagði Bárður. Bein textalýsingMynd/Stefán40. mín - Staðan er 82-66. Leikurinn að fjara út. KR-ingar að vinna fyrsta leik liðanna. Minni spámenn að spreyta sig hjá heimamönnum.36. mín - Staðan er 75-63. Sencanski og Ferguson hvor með sinn þristinn. Útlitið afar gott hjá KR. Bárður tekur leikhlé. Fjórar mínútur eftir.33. mín - Staðan er 68-59. Sencanski var að troða með tilþrifum og Bárður tekur leikhlé. Stigin sex á undan voru öll í boði Ferguson. Ætla heimamenn að klára þetta?3. leikhluta lokið - Staðan er 60-57. Frábær leikhluti hjá gestunum og þvílík innkoma hjá Svavari Birgissyni síðustu tvær mínútur leikhlutans. Hann setti þrist og svo tvö stig í þann mund sem skot- og leikklukkann rann út. Munurinn aðeins þrjú stig, KR-ingar í villuvandræðum og það getur hreinlega allt gerst.27. mín - Staðan er 57-48. Joshua Brown kominn með fjórar villur og sest á bekkinn. Skarphéðinn með risablokk á Miller.26. mín - Staðan er 54-43. Stólarnir með fimm stig í röð auk þess sem þrír byrjunarliðsmenn KR, Brown, Sencanski og Finnur Atli, eru allir komnir með þrjár villur. Hrafn tekur leikhlé.24. mín - Staðan er 54-38. Stólarnir settu fyrstu fjögur stigin en nú var Finnur Atli að setja þrist og vítaskot að auki.Hálfleikur - Staðan er 46-32. Heldur betur góð staða heimamanna þegar gengið er til búningsklefa. Eftir jafnan fyrsta leikhluta og upphaf þess annars tóku KR-ingar völdin. Hreggviður og Emil ásamt Joshua Brown hafa spilað frábærlega auk þess sem vörnin hefur heldur betur staðið vaktina. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta og þurfa heldur betur að leita í vösum sínum eftir lausnum fyrir seinni hálfleikinn. Robert Ferguson hefur setið á bekknum í lengri tíma núna enda fékk hann sína 3. villu snemma í 2. leikhlutanum. Hjá Stólunum vekur ýmislegt athygli. Svavar Atli, sem skoraði sex stig á 5 mínútum, hefur setið restina á bekknum. Hvers vegna veit ég ekki en það er með öllu óskiljanlegt. Kanarnir eru báðir að hitta mjög illa og Igor Tratnik hefur verið hrikalega slakur. Skotið lítið en þegar hann hefur skotið hafa það verið skot úr vonlausum stöðum. Hann setti reyndar einn þrist sem kom honum á blað. Það verður að minnast á þegar Þröstur varði skot frá Joshua Brown. Kaninn var reyndar í ómögulegri stöðu en Þröstur varði skotið með tilþrifum og öskraði í kjölfarið í átt að Brown þar sem hann lá á vellinum. Kristinn dómari bað Þröst um að róa sig. Ákveðin yfirlýsing frá Þresti. Tæknivilla í NBA en ekki á klakanum.17. mín - Staðan er 36-28. Hreggviður búinn að stimpla sig inn og það er að hjálpa KR-ingum. Fjögur stig og stoðsending hjá þeim stóra. Ruðningur dæmdur á Miller hinum megin og manni finnst þetta vera að snúast með KR-ingum. Of margir að spila undir getu hjá gestunum.14. mín - Staðan er 30-25. Stólarnir taka leikhlé. Bárður skipstjóri vill fara yfir málin með sínum mönnum. Áhyggjuefni hjá gestunum hve slakur Friðrik var framan af leik en hann hefur setið á bekknum síðan. Þá er skotnýtingin hjá Curtis Allen í ruglinu. Eitt af þremur fjórum fyrir utan þriggja og sama nýting fyrir innan. 25% nýting skilar engum sigri.14. mín - Staðan er 30-25. Ferguson kominn með þrjár villur hjá KR og skipt útaf. Hreggviður, sem fékk bara tvær mínútur áður en honum var skipt hundfúlum útaf, kemur aftur inn á. Rándýr maður á kústinum í Vesturbænum. Finnur Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins, sér um að þurrka svitann sem lekur af körlunum. Eitthvað rangt en samt skemmtilegt við þessa staðreynd.Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 23-19. Leikhléið hjá Hrafni hefur skilað sér. Stólarnir komust yfir 14-15 með þristi frá Allen en Emil setti flautuþrist í næstu sókn KR-inga. Jón Orri leysti Finn Atla af undir lokin en gekk illa undir körfunni. Klúðraði sniðskoti og svo tveimur vítaskotum. Rob Ferguson heldur uppteknum hætti á móti Stólunum, kominn með 8 stig. Er með um 24 stig að meðaltali gegn þeim í vetur en um 15 stig heilt yfir. Hreggviður setið á bekknum allan fyrsta leikhluta en byrjar þann næsta.7. mín - Staðan er 12-12. Hrafn Kristjánsson greinilega allt annað en sáttur við sína menn eftir fantafína byrjun og tekur leikhlé. Stólarnir vaknaðir eftir að hafa sofið yfir sig fyrstu mínútur leiksins. Sem betur fer fyrir þá gengu heimamenn ekki á lagið og nú er orðið jafnt. Troðslur á báðum endum, flott tilþrif hjá Könunum og full höll. Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.6. mín - Staðan er 10-10. Miller tróð með tilþrifum og svo dæmt sóp á Brown. Helgi Rafn var að jafna núna. Stuðningsmenn gestanna taka við sér fyrir alvöru.4. mín - Staðan er 6-2. Tvívegis hefur Friðrik misst boltann aftur fyrir miðju í sókn Stólanna. Of mikið stress. Allen með fyrstu stig gestanna eftir tæplega fjögurra mínútna leik.2. mín. Staðan er 6-0. KR-ingarnir byrja þetta mun betur. Sencanski tróð í fyrstu sókn KR-inganna og Ferguson og Finnur Atli bættu við stigum. Á hinum endanum blokkaði Ferguson troðslutilraun Miller.Byrjunarlið KR: Ferguson, Sencanski, Emil, Brown og Finnur AtliByrjunarlið Tindastóls: Allen, Miller, Þröstur, Friðrik og Helgi RafnLeikur hafinnFyrir leik: Skarphéðinn Ingason, fyrirliði KR, átti síðustu tilþrifin í upphituninni. Hrikalega misheppnuð tilraun til troðslu. Hann brosti samt út að eyrum og benti á félaga sinn upp í stúku. Reiknaði vísast til aldrei með því að takast að troða boltanum ofan í.Fyrir leik: Heimavallaréttin skal nýta til hins ítrasta. Stólarnir fá lágmarkskynningu á meðan rokkið er sett í botn og KR-ingarnir kynntir með látum. Frábær stemmning í húsinu fyrir leik og vonandi helst þetta áfram. Það er að minnsta kosti kominn ljúfur fiðringur í mig.Fyrir leik: Í þessum töluðu var Kristinn Óskarsson að blása í flautuna sína. Rúmar fimm mínútur í að úrslitakeppnin hefjist. Kristinn dæmir leikinn ásamt Davíð Kr. Hreiðarssyni. Skemmtilegt millinafn í tilefni dagsins hjá Davíð.Fyrir leik: Stólarnir komnir inn í klefa þegar 12 mínútur eru í að leikur hefjist. KR-ingarnir að taka vítaskotshringinn sinn. Svo skjótast þeir væntanlega inn í klefa. Í þeim töluðu koma Stólarnir aftur út á völlinn. Ég skal segja ykkur það.Fyrir leik: Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að leikurinn hefjist er þetta myndband hér í boði Leikbrot.is. Þarna eru hápunktarnir úr viðureign liðanna í Síkinu. Smellið hér.Fyrir leik: Í Grindavík taka heimamenn á móti Njarðvíkingum í kvöld. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er fulltrúi Vísis á þeim leik þ.a. reikna má með æðislegri lýsingu frá Suðurnesjaslagnum. Annað kvöld tekur svo Þór á móti Snæfelli í Þorlákshöfn og Keflvíkingar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn beggja liða eru að trítla í salinn þótt enn séu 25 mínútur í leik. Gaman að sjá að Skagfirðingar hafa lagt land undir fót enda gerir það mikið fyrir upplifun allra þátttakenda, þ.e. leikmanna, blaðamanna og að sjálfsögðu áhorfenda að bæði lið fái vænan stuðning. Stemmning í stúkunni smitar út frá sér inn á völlinn.Fyrir leik: Það eru jákvæðar fréttir fyrir heimamenn að Hreggviður Magnússon tekur fullan þátt í upphitun. Hreggviður sat hjá í síðasta leik vegna meiðsla en virðist við fyrstu sýn ekki kenna sér meins í kvöld. Gestirnir geta líka glaðst yfir því að Helgi Freyr Margeirsson er mættur en vel vafinn um framhandlegginn. Lykilmenn Hreggviður og Helgi, hvor í sínu liðinu.Fyrir leik: KR og Tindastóll hafa þrívegis mæst í vetur. Tvívegis á Króknum þar sem heimamenn höfðu betur í báðum viðureignum. Önnur þeirra var undanúrslitaviðureign í bikarnum en KR-inga sveið verulega eftir það tap enda áttu þeir titil að verja. Stólarnir töpuðu svo gegn Keflavík í úrslitaleik. Í viðureign liðanna í Vesturbænum höfðu heimamenn betur. Sá leikur fór fram fyrir sléttum þremur vikum og vann KR 18 stiga sigur.Fyrir leik: Þá er komið að því góðir hálsar. Úrslitakeppnin í körfunni að hefjast hjá körlunum. Það er nánast hægt að lofa stórkostlegri skemmtun enda hefur það verið raunin undanfarin ár. Liðin ótrúlega jöfn þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi vissulega unnið deildina með þokkalegum yfirburðum. Annars allir að vinna alla. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
KR er komið með yfirhöndina í fjórðungsúrslitaeinvíginu gegn Tindastóli eftir 84-68 sigur í Vesturbænum í kvöld. Aðeins munaði þremur stigum fyrir lokaleikhlutann en KR-ingar völtuðu yfir gestina í lokafjórðungnum og unnu sanngjarnan sigur. Stólarnir sváfu yfir sig fyrstu mínúturnar í Vesturbænum. Kannski var það troðsla Dejan Sancenski í fyrstu sókn heimamanna sem lamaði gestina en þeir vöknuðu ekki fyrr en staðan var orðin 6-0. Leikar jöfnuðust í kjölfarið og gestirnir komust í fyrsta sinn yfir í 14-15 með þriggja stiga körfu Curtis Allen. Annars gekk Könunum líkt og öðrum Stólum illa að hitta í fyrri hálfleik. KR-ingarnir styrktust með hverri mínútunni og höfðu þægilega forystu í hálfleik 46-32. Stólarnir skoruðu aðeins 13 stig í 2. leikhluta en dæmið snerist heldur betur við í 3. leikhluta. KR-ingar skoruðu aðeins 14 stig og Stólarnir minnkuðu muninn. Munurinn var sjö stig þegar Svavar Birgisson kom loksins inn af bekknum og setti fimm stig á 30 sekúndum. Hann minnkaði muninn í þrjú stig, 60-57, undir pressu úr stökkskoti, undir lok leikhlutans. Allt í járnum fyrir lokaleikhlutann. Robert Ferguson mætti ferskastur til leiks í lokafjórðunginn, setti sex stig í röð og KR-ingar yfir 68-59. Sencanski og Ferguson settu svo hvor sinn þristinn og munurinn orðinn 75-63 og fjórar mínútur eftir. Þann mun voru gestirnir aldrei að fara að brúa og heimamenn unnu 84-68 sigur. Nokkrir KR-ingar áttu ágætan leik en enginn þó stjörnuleik. Ferguson byrjaði afar vel og minnti svo á sig þegar mest þurfi í fjórða leikhluta. Sömu sögu er að segja af Sencanski. Þá var Emil virkilega góður í varnarleiknum og reyndist þeim röndóttu mikilvægur á þýðingarmiklum augnablikum. Á meðan Joshua Brown spilaði sýndi hann frábær tilþrif en hann sat af sér stóran hluta seinni hálfleiksins með fjórar villur. Hjá Stólunum spiluðu alltof margir undir getu til þess að nokkur hefði trú á þeim. Skotnýting Kananna framan af leik var skelfileg en rættist þó úr í seinni hálfleik. Friðrik Hreinsson var hvorki svipur né sjón og hitti ekki úr neinu skota sinna. Svavar Birgisson virkaði heitur þær tíu mínútur sem hann fékk að spila og er skrýtið að hann hafi ekki fengið fleiri mínútur. KR leiðir í einvíginu 1-0. Liðin mætast í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudaginn.KR-Tindastóll 84-68 (23-19, 23-13, 14-25, 24-11)KR: Robert Lavon Ferguson 21/7 fráköst, Dejan Sencanski 17/8 fráköst, Joshua Brown 15/12 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 11/11 fráköst/8 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 9, Martin Hermannsson 5, Hreggviður Magnússon 4, Jón Orri Kristjánsson 2.Tindastóll: Curtis Allen 16/7 fráköst, Maurice Miller 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 12/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Helgi Rafn Viggósson 9/8 fráköst, Igor Tratnik 5/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 2. Þröstur: KR-ingarnir eru skíthræddir þegar Síkið lætur í sér heyraMynd/AntonÞröstur Jóhannsson setti tólf stig og átti ágætan leik hjá gestunum í kvöld. Eftir að hafa verið undir lengst af minnkuðu Stólarnir muninn í þrjú stig þegar flautan gall í 3. leikhluta. Í fjórða leikhluta mættu gestirnir ekki til leiks. „Við áttum frábærar tvær mínútur og náðum að minnka muninn. Svo fengu þeir leikhlutahléið til þess að þjappa sér saman og komu með sprett á móti. Við hefðum þurft að vera með allan hausinn í kvöld en vorum ekki," sagði Svavar sem fannst liðið ekki hafa spilað nógu stöðugan leik. „Það verður hörkustemmning í Síkinu, allt gert brjálað því við ætlum ekki að gefast upp á þessari keppni. Við höfum tekið þá tvisvar þar og KR-ingarnir eru skíthræddir þegar Síkið fer að láta í sér heyra. Það eru brjálaðir menn uppi í stúku sem gefa ekkert eftir frekar en við," sagði Þröstur. Hrafn: KR-liðið stendur í 70 prósentumMynd/Stefán„Þegar þetta stórskemmtilega sóknarlið þeirra komst á skrið misstum við sjónar á því sem við áttum að gera. Hættum að fara inn í teig, vorum aumir með boltann og þá fær maður engar villur undir körfunni," sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR. Hrafn sagði sína menn þó ekki hafa haft neinar áhyggjur þótt liðið væri aðeins þremur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann og leikstjórnandinn, Joshua Brown, kominn með fjórar villur. „Við vissum að það væru 10 mínútur til að ná forskotinu aftur. Þá spilaði Martin einstaklega vel í fjarveru Brown og náðum þessu strax tilbaka," sagði Hrafn. Hrafn var ánægður með spilamennsku sinna manna þótt hann telji liðið eiga mikið inni. „KR-liðið stendur í 70 prósentum. Líkamlega erum við klárir og við erum búnir að setja allt upp sem við viljum gera. Núna þurfum við bara að vera klárari þegar pressan er mikil," sagði Hrafn sem hló þegar blaðamaður tjáði honum að Hreggviður hefði sýnst hundfúll með hve lítið hann spilaði. „Hann verður bara að lifa með því. Það þarf að nota þennan úlnlið í sjö sigurleikjum í viðbót," sagði Hrafn léttur en Hreggviður hefur glímt við úlnliðsmeiðsli og hvíldi í síðasta deildarleik KR. Bárður: Sköpuðum góð færi en hittum ekkiMynd/StefánBárður Eyþórsson, þjálfari Tindastóls, þurfti að sætta sig við tap í fyrsta leiknum gegn KR. Þrátt fyrir það var hann nokkuð sáttur með sína menn. „Mér fannst við ekki spila illa en við hittum vissulega illa. Við sköpuðum okkur góð færi en hittum ekki," sagði Bárður sem sagði tvo slæma kafla hafa farið með leikinn. Annars vegar undir lok 2. leikhluta og svo fjórði leikhlutinn. Svavar Birgisson skoraði 13 stig í leiknum en spilaði aðeins um tíu mínútur. Menn í blaðamannastúkunni furðuðu sig á því hve lítið hann spilaði. „Svavar veiktist heiftarlega fyrir tveimur til þremur vikum og hefur ekki haft orku í meira. Hann er vonandi að koma meira inn í þetta hjá okkur smám saman," sagði Bárður. Bein textalýsingMynd/Stefán40. mín - Staðan er 82-66. Leikurinn að fjara út. KR-ingar að vinna fyrsta leik liðanna. Minni spámenn að spreyta sig hjá heimamönnum.36. mín - Staðan er 75-63. Sencanski og Ferguson hvor með sinn þristinn. Útlitið afar gott hjá KR. Bárður tekur leikhlé. Fjórar mínútur eftir.33. mín - Staðan er 68-59. Sencanski var að troða með tilþrifum og Bárður tekur leikhlé. Stigin sex á undan voru öll í boði Ferguson. Ætla heimamenn að klára þetta?3. leikhluta lokið - Staðan er 60-57. Frábær leikhluti hjá gestunum og þvílík innkoma hjá Svavari Birgissyni síðustu tvær mínútur leikhlutans. Hann setti þrist og svo tvö stig í þann mund sem skot- og leikklukkann rann út. Munurinn aðeins þrjú stig, KR-ingar í villuvandræðum og það getur hreinlega allt gerst.27. mín - Staðan er 57-48. Joshua Brown kominn með fjórar villur og sest á bekkinn. Skarphéðinn með risablokk á Miller.26. mín - Staðan er 54-43. Stólarnir með fimm stig í röð auk þess sem þrír byrjunarliðsmenn KR, Brown, Sencanski og Finnur Atli, eru allir komnir með þrjár villur. Hrafn tekur leikhlé.24. mín - Staðan er 54-38. Stólarnir settu fyrstu fjögur stigin en nú var Finnur Atli að setja þrist og vítaskot að auki.Hálfleikur - Staðan er 46-32. Heldur betur góð staða heimamanna þegar gengið er til búningsklefa. Eftir jafnan fyrsta leikhluta og upphaf þess annars tóku KR-ingar völdin. Hreggviður og Emil ásamt Joshua Brown hafa spilað frábærlega auk þess sem vörnin hefur heldur betur staðið vaktina. Gestirnir skoruðu aðeins 13 stig í öðrum leikhluta og þurfa heldur betur að leita í vösum sínum eftir lausnum fyrir seinni hálfleikinn. Robert Ferguson hefur setið á bekknum í lengri tíma núna enda fékk hann sína 3. villu snemma í 2. leikhlutanum. Hjá Stólunum vekur ýmislegt athygli. Svavar Atli, sem skoraði sex stig á 5 mínútum, hefur setið restina á bekknum. Hvers vegna veit ég ekki en það er með öllu óskiljanlegt. Kanarnir eru báðir að hitta mjög illa og Igor Tratnik hefur verið hrikalega slakur. Skotið lítið en þegar hann hefur skotið hafa það verið skot úr vonlausum stöðum. Hann setti reyndar einn þrist sem kom honum á blað. Það verður að minnast á þegar Þröstur varði skot frá Joshua Brown. Kaninn var reyndar í ómögulegri stöðu en Þröstur varði skotið með tilþrifum og öskraði í kjölfarið í átt að Brown þar sem hann lá á vellinum. Kristinn dómari bað Þröst um að róa sig. Ákveðin yfirlýsing frá Þresti. Tæknivilla í NBA en ekki á klakanum.17. mín - Staðan er 36-28. Hreggviður búinn að stimpla sig inn og það er að hjálpa KR-ingum. Fjögur stig og stoðsending hjá þeim stóra. Ruðningur dæmdur á Miller hinum megin og manni finnst þetta vera að snúast með KR-ingum. Of margir að spila undir getu hjá gestunum.14. mín - Staðan er 30-25. Stólarnir taka leikhlé. Bárður skipstjóri vill fara yfir málin með sínum mönnum. Áhyggjuefni hjá gestunum hve slakur Friðrik var framan af leik en hann hefur setið á bekknum síðan. Þá er skotnýtingin hjá Curtis Allen í ruglinu. Eitt af þremur fjórum fyrir utan þriggja og sama nýting fyrir innan. 25% nýting skilar engum sigri.14. mín - Staðan er 30-25. Ferguson kominn með þrjár villur hjá KR og skipt útaf. Hreggviður, sem fékk bara tvær mínútur áður en honum var skipt hundfúlum útaf, kemur aftur inn á. Rándýr maður á kústinum í Vesturbænum. Finnur Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins, sér um að þurrka svitann sem lekur af körlunum. Eitthvað rangt en samt skemmtilegt við þessa staðreynd.Fyrsta leikhluta lokið. Staðan er 23-19. Leikhléið hjá Hrafni hefur skilað sér. Stólarnir komust yfir 14-15 með þristi frá Allen en Emil setti flautuþrist í næstu sókn KR-inga. Jón Orri leysti Finn Atla af undir lokin en gekk illa undir körfunni. Klúðraði sniðskoti og svo tveimur vítaskotum. Rob Ferguson heldur uppteknum hætti á móti Stólunum, kominn með 8 stig. Er með um 24 stig að meðaltali gegn þeim í vetur en um 15 stig heilt yfir. Hreggviður setið á bekknum allan fyrsta leikhluta en byrjar þann næsta.7. mín - Staðan er 12-12. Hrafn Kristjánsson greinilega allt annað en sáttur við sína menn eftir fantafína byrjun og tekur leikhlé. Stólarnir vaknaðir eftir að hafa sofið yfir sig fyrstu mínútur leiksins. Sem betur fer fyrir þá gengu heimamenn ekki á lagið og nú er orðið jafnt. Troðslur á báðum endum, flott tilþrif hjá Könunum og full höll. Hef góða tilfinningu fyrir þessum leik.6. mín - Staðan er 10-10. Miller tróð með tilþrifum og svo dæmt sóp á Brown. Helgi Rafn var að jafna núna. Stuðningsmenn gestanna taka við sér fyrir alvöru.4. mín - Staðan er 6-2. Tvívegis hefur Friðrik misst boltann aftur fyrir miðju í sókn Stólanna. Of mikið stress. Allen með fyrstu stig gestanna eftir tæplega fjögurra mínútna leik.2. mín. Staðan er 6-0. KR-ingarnir byrja þetta mun betur. Sencanski tróð í fyrstu sókn KR-inganna og Ferguson og Finnur Atli bættu við stigum. Á hinum endanum blokkaði Ferguson troðslutilraun Miller.Byrjunarlið KR: Ferguson, Sencanski, Emil, Brown og Finnur AtliByrjunarlið Tindastóls: Allen, Miller, Þröstur, Friðrik og Helgi RafnLeikur hafinnFyrir leik: Skarphéðinn Ingason, fyrirliði KR, átti síðustu tilþrifin í upphituninni. Hrikalega misheppnuð tilraun til troðslu. Hann brosti samt út að eyrum og benti á félaga sinn upp í stúku. Reiknaði vísast til aldrei með því að takast að troða boltanum ofan í.Fyrir leik: Heimavallaréttin skal nýta til hins ítrasta. Stólarnir fá lágmarkskynningu á meðan rokkið er sett í botn og KR-ingarnir kynntir með látum. Frábær stemmning í húsinu fyrir leik og vonandi helst þetta áfram. Það er að minnsta kosti kominn ljúfur fiðringur í mig.Fyrir leik: Í þessum töluðu var Kristinn Óskarsson að blása í flautuna sína. Rúmar fimm mínútur í að úrslitakeppnin hefjist. Kristinn dæmir leikinn ásamt Davíð Kr. Hreiðarssyni. Skemmtilegt millinafn í tilefni dagsins hjá Davíð.Fyrir leik: Stólarnir komnir inn í klefa þegar 12 mínútur eru í að leikur hefjist. KR-ingarnir að taka vítaskotshringinn sinn. Svo skjótast þeir væntanlega inn í klefa. Í þeim töluðu koma Stólarnir aftur út á völlinn. Ég skal segja ykkur það.Fyrir leik: Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að leikurinn hefjist er þetta myndband hér í boði Leikbrot.is. Þarna eru hápunktarnir úr viðureign liðanna í Síkinu. Smellið hér.Fyrir leik: Í Grindavík taka heimamenn á móti Njarðvíkingum í kvöld. Eiríkur Stefán Ásgeirsson er fulltrúi Vísis á þeim leik þ.a. reikna má með æðislegri lýsingu frá Suðurnesjaslagnum. Annað kvöld tekur svo Þór á móti Snæfelli í Þorlákshöfn og Keflvíkingar sækja Stjörnuna heim í Garðabæinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn beggja liða eru að trítla í salinn þótt enn séu 25 mínútur í leik. Gaman að sjá að Skagfirðingar hafa lagt land undir fót enda gerir það mikið fyrir upplifun allra þátttakenda, þ.e. leikmanna, blaðamanna og að sjálfsögðu áhorfenda að bæði lið fái vænan stuðning. Stemmning í stúkunni smitar út frá sér inn á völlinn.Fyrir leik: Það eru jákvæðar fréttir fyrir heimamenn að Hreggviður Magnússon tekur fullan þátt í upphitun. Hreggviður sat hjá í síðasta leik vegna meiðsla en virðist við fyrstu sýn ekki kenna sér meins í kvöld. Gestirnir geta líka glaðst yfir því að Helgi Freyr Margeirsson er mættur en vel vafinn um framhandlegginn. Lykilmenn Hreggviður og Helgi, hvor í sínu liðinu.Fyrir leik: KR og Tindastóll hafa þrívegis mæst í vetur. Tvívegis á Króknum þar sem heimamenn höfðu betur í báðum viðureignum. Önnur þeirra var undanúrslitaviðureign í bikarnum en KR-inga sveið verulega eftir það tap enda áttu þeir titil að verja. Stólarnir töpuðu svo gegn Keflavík í úrslitaleik. Í viðureign liðanna í Vesturbænum höfðu heimamenn betur. Sá leikur fór fram fyrir sléttum þremur vikum og vann KR 18 stiga sigur.Fyrir leik: Þá er komið að því góðir hálsar. Úrslitakeppnin í körfunni að hefjast hjá körlunum. Það er nánast hægt að lofa stórkostlegri skemmtun enda hefur það verið raunin undanfarin ár. Liðin ótrúlega jöfn þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi vissulega unnið deildina með þokkalegum yfirburðum. Annars allir að vinna alla.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti