Ragnheiður um ræðu Björns: "Þarna fór hann algjörlega yfir strikið" 13. mars 2012 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða." Alþingi Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða."
Alþingi Landsdómur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira