Ragnheiður um ræðu Björns: "Þarna fór hann algjörlega yfir strikið" 13. mars 2012 15:10 Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða." Alþingi Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um ræðu Björns Vals Gíslasonar þingmanns VG í dag að sennilega væri þar um að ræða ósmekklegustu ræðu sem flutt hafi verið á þingi. „Þarna fór hann algjörlega yfir strikið," sagði Ragnheiður. Björn Valur fór í pontu til að ræða Landsdómsmálið og sagði meðal annars að við vitnaleiðslurnar hefði komið í ljós að stjórnvöld, undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefðu sýnt af sér fádæma andvaraleysi mánuðina og árin fyrir hrun. Björn sagði einnig að enginn stjórnmálamaður boðist til að axla ábyrgð, ekki hinn ákærði, ekki seðlabankastjóri eða fulltrúar eftirlitsstofnana og því væri „eina vonin að Landsdómur kveði upp úr með það hvar ábyrgðin liggur hjá stjórnmálamönnum."Hefði Steingrímur átt að upplýsa ríkisstjórn um aukin höft? Ragnheiður Elín sagðist annars hafa ætlað að ræða mál sem upplýstist í umræðunni um breytingu á lögum um gjaldeyrishöft í gær. Þá hafi Helgi Hjörvar formaður efnahags- og viðskiptanefndar útskýrt af hverju Steingrímur J. Sigfússon hefði ekki flutt málið sem efnhags- og viðskiptaráðherra. „Þá var skýringin sú að það væri ekki hægt að fara með þetta fyrir ríkisstjórnarfund í morgun því þá hefði ekki gefist nægur tími til að klára löggjöfina." Ragnheiður sagði þetta merkileg svör og benti á líkindin við Landsdómsmálið og það sem Geir H. Haarde er meðal annars ákærður fyrir, það er, að hafa ekki upplýst ríkisstjórn nægilega vel um gang mikilvægra mála. „Nú var það upplýst hér í gær í umræðunni að hæstvirtur efnahags- og viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til að halda ráðherrafund eða upplýsa ríkisstjórn Íslands um það frumvarp sem varð hér að lögum í gær. Það skyldi þó ekki vera að það verði einshvertíma sá dómur, þó það verði ekki nema sögunnar, að þarna hafi verið um vítaverða vanrækslu að ræða."
Alþingi Landsdómur Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira